Jólamarkaður á Austurvelli í boði Reykjavíkurborgar
Hér má sjá hugmynd að því hvernig uppsetningin gæti litið út: https://docs.google.com/open?id=0B2tDBY1Dz2wCX09vRVNNMW5CRFU
Á Austurvelli væri tilvalið að setja upp jólamarkað tvemur vikum fyrir jól (í kringum 13. des) sem lýsti sér þannig að settir yrðu upp litlir trékofar eða básar þar sem verslun færi fram. Til að mynda á íslensku handverki, tré, lopa, gjafavöru; íslenskum mat beint frá býli eða útgerð, harðfiski, kjötmeti, ostar, sultur o.fl. Inn á milli væri einföld veitingasala, smurt brauð, hangikjöt, kaffi og kakó og jólaglögg að þýskum og skandinavískum sið. Borgin myndi hagnast á leigu af básum.
Og þá er hér hægt að sjá erlendar fyrirmyndir. Sterk hefð er fyrir jólamörkuðum í Þýskalandi og Austurríki en einnig í sumum borgum Bandaríkjanna. https://docs.google.com/presentation/d/1CM8ZSRXaFW13OuQLuIPYOZtRWuqtf3DuuasUokwjoG8/edit
Það hefur sýnt sig að þau jólaþorp sem sett hafa verið upp hér á landi draga að fjölskyldufólk. Þar af leiðandi yrði þetta innspýting í jólaverslun í miðborginni. Einnig sækja margir útlendingar Ísland heim um jólin og er þeirra viðverustaður oftar en ekki miðborgin á þessum tíma árs. Þetta er því kærkomið tækifæri til að kynna Íslenskar jólamatarvenjur, jólasveinana 13, grýlu og leppalúða og margt margt fleirra. Góð hugmynd sem gæðir miðbæinn okkar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation