Passa að strætóar komi á réttum tíma.

Passa að strætóar komi á réttum tíma.

Passa að strætóar komi á réttum tíma.

Points

Það geta fáir treyst á strætókerfið út af því að þeir koma oft allt of seint eða snemma. þetta myndi auka notkun á strætó töluvert mikið.

Leiðakerfi er ekki eitthvað til að vera hræra með, nú er búið að hræra með það of mikið síðustu ár. Erlendar rannsóknir sýna að eldra fólk hættir að nota srætó ef kerfinu er breytt. Ég her rætt við fólk sem veigrar sér við að taka strætó að því að það er búið að breyta leiðarkerfinu og veit ekki lengur hvaða vagn það á að taka til að komast á sinn stað, situr frekar bara strand og félagslega einangrað. Það er illa gert að breyta leiðakerfi.

Leiða kerfið er fínt og á ekki að vera að hræra í því að óþörfu. En tímasetningarnar eiga ekki að vera ráðgefandi og stýra vögnunum, heldur þarf tímataflan að sína þann tíma sem vagninn er á. Hægt er að taka meðaltals tíma fyrir nokkra mánuði og nota þann tíma fyrir vagninn í staðinn fyrir að rembast við að láta vagninn vera alltaf á sömu mínútu yfir daginn. Að vísu þarf að gera þetta með hliðsjón af skiptingum yfir í aðra vagna út frá stjörnukerfinu sem er notað sumstaðar.

Hvernig ætlarðu að tryggja að strætisvagn komi á réttum tíma þegar venjulegir bílar komast ekki leiða sinna? (vegna umferðartafa eða færð). Eftir að gps kerfið kom í þá, og núna er hægt að sjá þá á rauntíma á netinu, er vandamálið með að þeir komi of snemma orðið nær hverfandi.

Ég styð þessa hugmynd, en það sem þarf að hafa hér í huga, er það að stundum kemur fyrir að strætó sé seinn, og það gæti verið af ýmsum ástæðum, t.d. ef mikil aðsókn er í vagnanna, eða ef umferð er of mikil, eða ef strætó hefur oft lent á rauðu ljósi, og maður verður að gera ráð fyrir að vagnar verða stundum seinir útaf einhverju svona löguðu og það getur komið upp hvenær sem er og við vitum aldrei hvenær svoleiðis gerist. En auðvitað reyna vagnstjórar að halda áætlun eins vel og þeir geta.

Það hafa einhverjir lent í því að strætó sé of seinn og þá verður maður að sýna þolinmæði.

Ég styð þetta. Ég held að vandamálið liggi í skipulagningu sumra leiða. Þegar ákveðnar leiðir eru alltaf seinar (t.d. leið 12 og 15) hlýtur það að liggja í tímatöflunni en ekki hjá bílstjórunum eða aðstæðum s.s. að lenda oft á rauðu ljósi eða umferð. Kannski er þeim ekki gefinn rúmur tími fyrir bílstjórana að fylgja eftir. Það þarf að leggjast í endurskipulagningu nokkurra leiða og athuga hvort aðrir þættir eru að spila inní.

Tímatafla Strætó er úrelt. Frekar að setja klukkur í biðstöðvar sem sýnir hve langt er í næsta vagn og setja í áætlun hve margir vagnar fara viðkomandi leið á klukkutíma. Þá þarf vagnstjórinn ekki að keyra á ólöglegum hraða eða keyra eins og asni ef umferð er þung.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information