Spark-/tennis-/blak- og handboltavöllur við Skeljagranda

Spark-/tennis-/blak- og handboltavöllur við Skeljagranda

Við Skeljagranda er frábært svæði þar sem nú er knattspyrnuvöllur í órækt sem engin notar. Fá KSÍ, KR og Gróttu í samvinnu við borgina til að byggja fallegan sparkvöll, sem auðveldlega væri hægt að breyta í tennisvöll, blakvöll, eða handboltavöll. Krakkarnir koma út úr tölvunum/símunum og fara að leika sér aftur og fullorðnafólkið kynnist hvert öðru og þannig verður til öflugra og betra hverfi.

Points

Fáum börnin meira út að leika sér og búum til fallegt umhverfi þar sem þau geta leikið sér ásamt foreldrum sínum.

Þetta svæði er töluvert notað af okkur hundaeigendum í hverfinu en það er hinsvegar rétt að hann er í órækt og mætti alveg græða upp og loka af þannig að hann myndi einnig geta nýst sem hundasvæði þar sem þeir geta fengið að vera lausir. Samvinna hundaeigenda og krakka hefur verið með ágætum og er óskrifuð regla að krakkarnir njóti forgangs ef þeir vilja sparka bolta á vellinum. Mér líst hinsvegar ekkert á það ef það á að úthýsa hundunum af þessu svæði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information