Upphitaðir göngu og hlaupastígar í Mjódd

Upphitaðir göngu og hlaupastígar í Mjódd

Að útbúa 1-2km upphitaðan göngu og hlaupastíg um ÍR-svæðið í Mjódd sem hægt væri að tengja núverandi göngustíg meðfram Reykjanesbraut, nýjum frjálsíþróttavelli og ÍR-heimilinu. Stígarnir gætu nýst almenningi sem íþróttafólki allan ársins hring.

Points

Ganga, skokk og hlaup efla sál og líkama. Að tryggja góðar aðstæður utanhúss allan ársins hring fyrir slíkt myndi skipta verulegu máli fyrir börn, unglinga, fullorðna sem eldri borgar, skokkara og íþróttamenn. Jafn heilsusamleg iðja og það getur verið að ganga og skokka úti að vetri til fylgir því slysahætta í snjó og hálku. Með upphituðum stígum yrði Mjóddin iðandi af lífi allan ársins hring þar sem fólk á öllum aldri hittist og nyti samvista um leið og það iðkar heilsusamlega hreyfingu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information