Flugvöllinn burt!!

Flugvöllinn burt!!

Flugvöllinn burt!!

Points

Flugvöllurinn å að vera, það yrðu ekki margir sem hefðu efni á að kaupa byggingalóðir, kostnaður yrði himinhár í þessari mýri ef vellina yrði lokað? En hvert á að flytja hann?

Flugvöllurinn færir borgarskipulagið er úr skorðum. Hann heftir eðlilega uppbyggingu og þróun borgarinnar í öllum skilningi og flækir umferð. Honum var valinn staður af bresku hernámsliði sem bar framtíð Reykjavíkur ekki fyrir brjósti. Engin höfuðborg heimsins er svo fornfáleg að fljúga stórum flugvélum til lendingar yfir þétta byggð og lenda þeim í miðbænum. Aðkoma til og frá vellinum er algerlega óásættanleg. Séríslensk landsbyggðarpólitík, íhaldssemi og þrjóska halda borginni í gíslingu.

Ég skil vel að margir vilja halda flugvellinum vegna þess að hann er nálægt Landspítalanum fyrir sjúklinga sem þurfa að komast þangað stundum samstundis en ég er með tvær hugmyndir varðandi færslu Reykjavíkurflugvallar. Fyrsta hugmyndin snýst um að leggja háhraðlestarkerfi á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar og þaðan mun sérstök sjúkraleið fara beint á Landspítalann. Önnur hugmyndin snýst um að byggja bráðadeild fyrir sjúklinga í Keflavík (svipað og er í Borgarspítalanum).

Kostnaðurinn við flutninginn má hæglega greiða með broti af lóðaverðinu sem fást mun fyrir flugvallarlandið. Nýr húsakostur og hönnun gætu bætt öryggi, þægindi, laga húsakost osfrv. Svo ekki sé talað um úrbætur á aðkomu og bílastæðakosti. Mikil þörf er á því sem og bættu aðgengi að sjúkrahúsum og millilandaflugi. Þetta mætti leysa allt í einni samþættri lausn.

Flugvöllurinn tekur pláss frá 50.000 manna byggð og bæði er hann hljóð -og loftmengandi; þar að aukandi er mikil slysahætta af honum .. o.s.frv...

Flott hugmynd að láta flugvöllinn fara. Innanlandsflugið minnkar ár frá ári þrátt fyrir mikinn straum af erlendum ferðamönnum. Það er of dýrt að láta þetta land vera undir flugvöll. Vatnsmýrin gæti verið fallegt svæði.

Hvaða rök eru það að lóðaverð muni vera hátt EF flugvöllurinn fer? Auðvitað mun það kosta eitthvað, t.d. mundi brot af því borga fyrir flutninginn, en stóraukið framboð ætti að létta á spennunni á svæðinu í heild og lækka hin gríðarháu verð sem tíðkast á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki ólíklegt a.m.k. Þú talar eins og enginn muni geta keypt það, en svoleiðis virkar markaðurinn ekki. Markaðslögmálin kveða á um það lóð kostar ekki meira en hún selst á. Það er ekki fyrr en einokun kemur til skjalanna og fólk fer að braska með verð sem það gerist, og það er ALLT öðruvísi vandamál sem kemur flugvellinum ekki nokkuð við.

Ekki færa flugvöllinn fyrr en betri staður, sem sátt er um, er fundinn. Það er óráðlegt að fara í þessar framkvæmdir nema þær séu til bóta.

Flugvöllurinn á að sjálfsögðu að vera þar sem hann er. Þetta er flugvöllur allra landsmanna og ef hann yrði fluttur út fyrir borgina myndi það flækja málin enn meir í okkar stóra og strjábýla landi, bæði fyrir þá sem þurfa að fara út á land til að veita t.d. heilbrigðisþjónustu sem ekki stendur til boða þar sem og þá sem þurfa að sækja sér þjónustu til Reykjavíkur. Væri ekki skynsamlegt að byrja á því að kanna hvað það myndi kosta að gera þessa mýri byggingarhæfa?

Það kostar mikla peninga að fjarlægja flugvöllinn.

Það eru ekki allir sem vilja búa í 101, það er nóg byggingarland í úthverfunum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information