Flytja hluta Árbæjarsafns í Hljómskálagarðinn / Vatnsmýrina

Flytja hluta Árbæjarsafns í Hljómskálagarðinn / Vatnsmýrina

Flytja hluta Árbæjarsafns í Hljómskálagarðinn / Vatnsmýrina

Points

Mér finnst leiðinlegt, hvað fáir íslendingar og ferðafólk fái að njóta og skoða þessi fallegu hús í Árbæjarhverfinu (innilokuð þar). Mér skylst að það séu innan við 7.000 manns á ári sem koma í safnið. Ég vil fá einhver húsanna í Hljómskálagarðinn og virkja hann meira. Í miðbænum er oft margmenni og ekki skemmir fallegu húsin í nágreninu. Möguleiki er að byggja upp í tengslum við húsin fræðslustarfsemi, takmarkaða veitingasölu, þjóðlega verslun og bara ýmislegt, sem minnir okkur á gamla tímann.

Þessi hugmynd er líka mjög góð. Mér finnst aðalatriðið að koma húsunum úr felum og leyfa fólki að njóta þeirra, þó ekki væri nema bara að horfa á þau, en flest gætu þau haft einhvern tilgang tengt þjóðlegum háttum. Öll húsin í Árbæjarsafni eru vel við haldin og minna okkur á gamla tímann.

Þetta er alltaf ágæt hugmynd, en mér finnst í rauninni ennþá betri hugmynd að flytja þessi hús bara aftur á sinn stað, í þeim tilfellum þar sem það er hægt. Ég hef lengi barist fyrir málstaðnum: Húsin heim! sem gengur út á að þau hús sem enn geta farið á sína upprunalegu staði (sem er í þó nokkrum tilfellum hægt) fái að gera það. Ég nefni sem dæmi Dillonshús, sem er stórkostlegt hús og hýsir kaffisöluna á Árbæjarsafni. Það hús stóð á horni Suðurgötu og Túngötu, þar sem nú er bílastæði. (Við hliðina á Hjálpræðishernum og hótelinu á horni Aðalstrætis og Túngötu). Húsið gæti sem best farið þangað aftur og yrði til mikils sóma.

Ég tek undir þau rök að aðstókn á Árbæjarsafnið mætti líklega vera meiri, en ég er bæði mótfallin því að búta safnið niður í smærri einingar og eins að færa það í heild sinni úr Árbænum. Staðsetningin fyrir safn af þessu tagi finnst mér frábær nákvæmlega þar sem hún er, einmitt af því að safnið er örlítið úr alfaraleið. Hún gerir ferðamönnum kleift að sjá aðeins meira af Reykjavík en bara 101. Það er nóg af aðdráttarafli í miðbænum nú þegar, bæði fyrir ferðamenn og Reykvíkinga almennt.

Árið 2010 voru gestir Árbæjarsafns 45.805 - þar af voru innlendir gestir 38.996 - Það er skemmtilegt hve margir sýna safninu áhuga.

Það er annað sem þarf að horfa á að kostnaður við að flytja eitt svona hús hleypur á tugum miljóna, árið 2005 var hús flut upp á Árbæjarsafn sem stendur þar enn þá innpakað því penningarnir sem eru lagðir í safnið duga einungis í nauðsynlegast viðhald. Væri ekki nær að auka penningan sem safnið fær í stað þess að ætla að færa húsin til baka. Húsin njóta sín því þau eru ynnum sín lík en þau myndu hverfa þegar þau eru sett við hliðina á nútíma byggingum og ekki njóta sín í þrengslunum niður í miðbæ. Njótum þess að fara á safnið sem eru búið að standa þarna í yfir 50 ár í stað þess að brjóta það niður.

Það er frábært að hafa Hljómskálagarðinn þar sem hann er og hann er síst of stór. Græn svæði eru nauðsynleg í borgum og því miður eru mörg af þeim að hverfa undir byggingar og bílastæði. Það er búið að eyðileggja stóran hluta Laugardals með risastórum mannvirkjum og loka af með girðingum þar sem seldur er aðgangur inn. Endurtökum ekki mistökin í Hljómskálagarðinum. Stöndum vörð um grænu svæðin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information