Það ætti að banna umferð stærri faratækja um íbúðargötur 101, td. Bergstaðastræti, þá er talað um stærri jöklajeppa (miða við ákveðna dekkjastærð og/eða breidd bíla) og rútur aðrar en léttrútur (miða þá við fjölda farþega).
Það búa börn við margar þessar götur og svo virðist sem bílstjórar hafi forgang í hverfinu með hraðakstri og öðru háttarlagi. Hraðahindranir gera ekkert fyrir stærri jeppa og rútur, annað en að hægja á þeim svo farþegarnir geti notið útsýnis inn í íbúðirnar enn betur.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation