Breikkun hjólastígs við Sæbraut

Breikkun hjólastígs við Sæbraut

Búið er að breikka marga hjólastíga í borginni en einhverra hluta vegna hefur þessi orðið útundan.

Points

Hjólandi umferð þarna er það mikil í báðar áttir að það veitir ekki af sér hjólastíg við hlið göngustígsins, enda oft erfitt að mæta öðrum hjólreiðamönnum þegar stórir hópar gangandi vegfarenda eru á stígnum.

Góð hugmynd. Nóg er plássið til að breikka stíginn.

Góð hugmynd ég hjóla þennan stíg mjög oft og er stundum komin út á grasið til að þurfa ekki að liggja á bjöllunni þegar fólk gjarna í hópum nýtur þess að horfa á fallega fjallasýn. Nóg er plássið, vantar bara smá jarðvinnu og malbik.

Algerlega sammála! leggja hjólreiðabraut samhliða göngustígnum því nóg er plássið. og að auki vildi ég sjá lágan runna eða kvist til að aðskilja betur akbrautina frá stígunum.

Þarna er fólk á feðinni allan daginn og öll kvöld. Túristar ferðast í stórum flokkum frá hótelum í austurborginni og skemmtiferðaskipum við Sundahöfn. Hjólastígurinn hverfur algerlega og gangstéttin þrengist þar sem mest er umferðin við Sólfarið til að skapa pláss fyrir bílastæði. Það er nóg pláss þarna fyrir sér hjólastíg.

Þarna er ótrúlega mikið af gangandi vegfarendum, sérstaklega túristum að skoða Sólfarið eða á leið til eða frá Skemmtiferðaskipum í Sundahöfn. Af þessu stafar mikil hætta fyrir bæði gangandi og hjólandi vegfarandur og því nauðsynlegt að laga / breikka hjólastíginn sem fyrst.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information