Breytum gönguljósum v. gatnamót: Græni karlinn virkjaður samtímis í allar áttir

Breytum gönguljósum v. gatnamót: Græni karlinn virkjaður samtímis í allar áttir

Þessi tillaga leggur til almenna breytingu á tíðni gönguljósa við gatnamót í Reykjavík; á þann veg að gangandi fái grænt gönguljós samtímis yfir allar hliðar gatnamóta, í stað þess að þurfa að ganga yfir gatnamótin á sama tíma og bifreiðar aka yfir og taka jafnvel beygju móts gangandi vegfarendum.

Points

Hver hefur ekki lent í að ganga varfæringslega á grænu ljósi yfir gatnamót, vegna beygjandi bíla? -Kostir hugmyndarinnar er að hún stórbætir aðstæður gangandi við lítil og meðalstór gatnamót og eykur ökufærni bifreiða á sama tíma. -Með því að gefa gangandi grænt ljós samtímis á allar hliðar, komast þeir yfir hraðar, öruggara og jafnvel skáhallt yfir gatnamótin. -Að því loknu koma rauð ljós á allar hliðar gangandi og bifreiðar geta keyrt yfir og beygt án vandkvæða. -Ath. sýnidæmi f. London

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information