þinghús og handverksvinnustofa í öll hverfi

þinghús og handverksvinnustofa í öll hverfi

þinghús og handverksvinnustofa í öll hverfi

Points

Tel að fyrsta verk sé að byggja hæfilega stór (fyrir um 150 manns í sal) samráðsþinghús.Gæti hugsað mér átthyrninga og seks hyrninga með eldstæði í miðjum sal og fleira fallegt sem íbúar ákveða... (fegurð) sama hús getur tekið við ýmiskonar handverksfólki þegar húsið er ekki í notkun af samráðsþingi hverfisins. Húsin væru því einnig ágætur staður fyrir yngra fólk og eldra sem vill læra handverk af hvert öðru.. Ef vilji er fyrir hendi hjá borginni get ég verið innan handar um hönnun á einu slíku

hugsanlega sameiginlegt átak hvers hverfis fyrir sig að byggja þingstaðinn með hjálp borgarinnar. Jafnvel mikið sjálfboðalið úr hverfinu... þannig tengist fólk líka betur. Ekki þarf að byggja allt í einu. Það má byggja i áföngum. Einn hluta á ári. Já semsagt að þeir sem vinna að verkinu séu sem allra mest úr hverfinu. Við erum að reyna að byggja upp þorpsandann.

hef það sterkt á tilfinningunni að það væri gott að fjölga hverfafélögum... (bjóða borgarbúum að stofna fleiri félög að vild)... að 1000 manns séu jafnvel nógu margir í hverfa félag (en geta vera verið fjölmennari eftir aðstæðum)

í þessum þingstöðum þarf og að vera saunabaðstofa ... það er nauðsinlegur hluti af hverju þinhaldi að ganga til lauga og eflir góð samskipti. (reykbaðstofurnar eru eiginlega bestar.. en þá þurfum við að brenna rekaviði frá Melrakkasléttu og Ströndum... ekki víst að allir verði sammála um þetta atriði :-)

mæli nottlega með torfi og grjóti í þessar byggingar með og allt í kring... og hringlaga byggingar en ekki ferningslaga.. já 6 og 8 kantar eru fínir líka. En baðstofan Íslenska er bakgrunnur þessara hugmynda... og borghúsið á tímum álfa (fyrir komu víkinga)... en í borgum og baðstofum varð þjóðin hámenntuð og starfsöm á vetrum sérstaklega. "og þar voru íslendingasögurnar skrifaðar" en ekki í þessum geldu háskólum... sagði Jónas frá Hriflu.. baðstofan gaf okkur meiri menningu en háskólinn og allt menntakerfið samanlagt vildi Jónas meina. Og ég er á því að það sé rétt hjá honum .. altént var þar mikil menning. Já sönglist og dansar (í þjóðlegum stíl líka) þurfa hverfafélögin endilega að stunda og klæðagerð. Í Baltísku löndonum eru slík fræði stunduð grimt í öllum skólum og glæðilegar dans og söngvahátíðir á sumrin sýna afraksturinn. Þetta má og þarf að vinna áfram með skólunum líka.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information