Til minningar um heiðursmenn Reykjavíkur

Til minningar um heiðursmenn Reykjavíkur

Myndskreytingar á húsveggjum víðsvegar um borgina njóta mikilla vinsælda og eru mjög fallegar. Hugmyndin snýst um að fjölga þeim myndum og um leið minnast þeirra sem voru utangarð í samfélaginu á fyrrihluta síðustu aldar. Margir áhugaverðir einstaklingar koma upp í hugann og má nefna Óla Pramma, Símon Dalaskáld, Sæfinn með 16 skó og Óla Gossara sem var fyrsti opinberlega samkynhneigði Íslendingurinn. Myndir af þeim eru til (póstkort) og myndu þær verða notaðar sem fyrirmyndir málverkanna.

Points

Óli Prammi, Óli Gossari, Símon Dalaskáld, Sæfinnur með 16 skó, Óli Gossari og fleiri, voru menn sem settu svip sinn á mannlíf Reykjavíkur á fyrrihluta síðustu aldar. Allir voru þeir utangarðs í samfélaginu, fátækir og heimilislausir. Til að heiðra minningu þeirra og minna okkur á að enn í dag eru einstaklingar, eins og þeir félagar, utangarðs í okkar samfélagi er hugmyndin að mála myndir af þeim í miðborginni líkt og hefur verið gert á nokkrum stöðum. það er mikilvægt að við gleymum þeim ekki.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information