Háaleitisskóli Reykjavík - MJÖG slæmt ástand beggja skólalóða Háaleitisskóla !!

Háaleitisskóli Reykjavík - MJÖG slæmt ástand beggja skólalóða Háaleitisskóla !!

Skólalóðir Háaleitisskóla eru ansi daprar ásýndum og einkennast af mikilli steinsteypu og mjög svo takmarkaðri afþreyingu fyrir skólabörnin. Þar að auki eru þær illa farnar, óvistlegar og beinlínis hættulegar börnunum okkar á köflum. Setjum skólalóðir Háaleitisskóla í forgang ! Foreldrafélag Háaleitisskóla, Íbúasamtök Háaleitis, Nemendaráð Háaleitisskóla, Skólaráð Háaleitisskóla og stjórnendur Háaleitisskóla skora á stjórnendur Reykjavíkurborgar að taka lóðir skólans í gegn strax sumar 2015 !

Points

Skólalóðin við Hvassó er langt frá því að mæta þörfum nemenda skólans. Hún er grá og tilbreytingalaus. Börn þurfa rík umhverfisgæði sem hvetja þau til að leika og rannsaka umhverfið. Fleiri rannsóknir sýna fram á mikilvæg áhrif fjölbreytts umhverfis á börn (og fullorðna). Dæmi um þetta eru betri einbeiting, aukin hreyfing, minni er um árekstra barna á milli, ... Sjá gjarnan meir á: http://www.fhi.se/sv/Handbocker/Uppslagsverk-barn-och-unga/Natur---effekter-pa-barns-halsa-av-kontakt-med-natur/

Það er löngu tímabært að taka skólalóðirnar hjá Háaleitisskóla í gegn!

Einnig er mikið myrkur við skólanna og á leiksvæðum. Bæta mætti lýsingu við báða skólanna.

Það sárvantar almennileg leiktæki og afþreyingu fyrir börnin við Háaleitisskólann við Álftamýri. Einn þreyttur klifrukastali og klifrukeðjur eru til staðar. Ekki er hægt að einblína bara á boltavelli Fram til að skaffa afþreyinguna. Til er mikið af vel hönnuðum leiktækjum fyrir börn sem hafa verið sett á ýmsar skólalóðir t.d. við Laugarnesskóla og Giljaskóla (Ak). Hönnun þeirra gerir þau hættuminni, mýkri og bjóða upp á fjölbreyttari hreyfingu og leiki. Styð þessa tillögu enn og einu sinni.

Við Hvassaleiti er kjörið tækifæri til að koma með líf og liti í hverfið. Gott skjól frá umferðargötum. Þarna eru stór malbiksflæmi sem gera þarf upp. Setja boltagerði, aparólu, aðstöðu fyrir leiki, bæta við blómum og gróðri. Setja bekki svo eldra fólkið geti notið þess að fylgjast me ungviðinu.

Ég var sjálf nemandi í Hvassaleitisskóla á árunum 1986-1996. Skólalóðin sem sonur minn leikur sér á er nákvæmlega eins. Malbikað flæmi sem myndi sóma sér vel við hvaða verslunarmiðstöð sem er.

Endilega vantar að taka lóðinar í gegn við bæði eininga skólans.Það vantar skemmtilegt leiktæki sem hvetja börnin til hreyfingunar úti, hugmyndaríka þrautir fyrir virka (eða ofvirka)krakka til að fá utrás til að geta komið aftur í kennslustofu og halda einbeitingunni og útilýsinguna fyrir vetratíma.Sem betur fer börnin okkar eru ennþá svo hugmyndarík að þau finna sér eitthvað til að gera í frímínutum.

Það er afar sorglegt að koma á skólalóðirnar. Allt slitið og löngu úr sér gengið. Malbik yfir öllu, sem er í fyrsta lagi of hart að mínu mati fyrir skólalóð sem og það er allt bólgið og slitið. Það er lítið fyrir krakkana að gera á skólalóðunum, a.m.k. í Álftamýrinni þar sem mín börn ganga í skóla. Það er löngu tímabært að eitthvað verði gert!

Skólalóðirnar við báðar starfsstöðvar Háaleitisskóla í Reykjavík þurfa virkilega á andlitslyfingu að halda, leiktæki eru mjög fá, biluð og lítið spennandi. Lóðirnar eru nánast steinsteyptar frá A-Ö og mikið er komið af skemmdum í steypuna á mörgum stöðum sem skapar hættur, vatn safnast saman og veldur hættum og áfram mætti lengi telja. Vonum innilega að þetta verkefni verði sett í algjöran forgang hjá borginni !! Gaman væri taka þátt í hönnun og hugmyndavinnu áður en framkvæmdir hefjast!

Minna malbik, meira allskonar fyrir börnin :)

Skólalóð Háaleitisskóla í Hvassaleiti fyrir börn í 5.-7. bekk er öll steinsteypt. Þar sárvantar leiktæki, bekki, o.fl. svo börnin geti haft ofan af fyrir sér í frímínútum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information