Flýta/lengja opnun sumargötu á Laugavegi

Flýta/lengja opnun sumargötu á Laugavegi

Flýta opnun sumargötu á Laugavegi meðan framkvæmdir standa sem hæst.

Points

Þar sem verslun og þjónusta færist ofar á Laugaveg væri rökrétt að opna fyrir umferð gangandi við Barónsstíg. Einnig ætti Barónsstígur að ráða betur við aukna umferð frekar en Vatnsstígur. Ofan við Barónsstíg má svo finna bílastæðahús.

Með því að flýta opnun sumargötu á Laugavegi á meðan framkvæmdir standa yfir (í því mæli sem nú er) myndi það auka aðgengi gangandi vegfarenda. Hindranir eru mjög tíðar á gangstétt sem gerir það að verkum að fólk þarf að ganga á götunni. Verslanir á Laugavegi standa ekki og falla með þessum örfáu bílastæðum sem nú eru. Einnig tel ég ólíklegt að gluggaverslun rúntara skili hagnaði sem nemur þeim kostum sem lífleg gata gefur af sér.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information