Hvað viltu láta gera? Aðbúnaður er nánast hættulegur fyrir börn og foreldra við Sóltún 6, og sérstaklega á milli hjúkrunarheimilisins Sóltúns og Waldorf skólans í Sóltúni 6. Það vantar gangstétt alla þessa leið en götuljósin eru þeim megin á götunni, og nú þegar dimmir gengur maður með börnunum sínum hinum megin í hálfgerðu myrkri þar. Enn fremur sárvantar göngubraut og e-a lýsingu yfir götuna að inngangi skólans, komi maður úr Mánatúninu, sem og lækkun af gangstétt og niður á götu. Það er erfið aðkoma að skólanum ef maður er með barnavagn, kerru, eða barnið á hjóli eða maður sjálfur. Hvers vegna viltu láta gera það? Þess skal getið að Waldorf skólinn Sólstafir er bæði leikskóli og grunnskóli, og er nýbúið að byggja fallega skólabyggingu, sameina skólann þeim er var í gamla Vesturbænum og stækka skólann verulega. Það þarf að sinna þessari mikilvægu viðbót í hverfið og hvetja barnafólk í Túnunum (sem er sístækkandi hópur) að koma gangandi í skólann.
https://hverfid-mitt-2019.betrireykjavik.is/post/20672
Að sjálfsögðu þarf að koma bæði gangstétt og gangbraut við Sólstafi svo foreldrar og börn séu örugg á leið sinni í skólann og leikskólann
Þetta verður að laga!!!!
Á þessu svæði er beygja, sem gerir það erfitt fyrir bæði börnin og foreldra þeirra, sem ganga þarna yfir á leið í skólann, að sjá bíla sem keyra oftast of hratt og bílstjórana að sjá gangandi.
We are talking about safety here and not only urbanism. It ia a kind of matter that has not discussion about, has to be done.
Börn, eldriborgarar og fólk með skerta hreyfigetu ættu ekki að þurfa bíða eftir að það komi gangstígur meðfram götu, þetta skapar óþarfa slysahættu.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmynd þín var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins. Þær 5 hugmyndir sem fengu flest like í hverju hverfi, af þeim sem eru tækar, fara sjálfkrafa á kjörseðlana. Þín hugmynd var ein af efstu fimm og er því sjálfkrafa komin á kjörseðilinn í þínu hverfi. Næsta skref í verkefninu er að velja aðrar þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
Þetta svæði er bara óklárað og hefur orðið útundan. Krakkarnir eiga betra skilið
Ég er hjólastólanotandi og á barn í þessum leikskóls. Þaðer aðkallandi að þessar úrbætur verði gerðar sem allra fyrst því það er stórhættulegt fyrir alla að ganga um svæðið eins og það er í dag, sérstaklega mann eins og mig sem þarf að notast við hjólastól. Börnin og við foreldrar þeirra, eigum betra skilið.
Takk fyrir að senda inn þessa beiðni. Ég er með eins árs gamalt barn í Regnbogareitnum beint á móti leikskólanum og kvíði því að þurfa að fara með hana yfir götuna í leikskólann þegar að því kemur. Þar að auki kemur sveigja á götuna þannig að sýnileikinn er ekki mikill. Það þyrfti helst hraðahindrun beint frá aðalinngangi skólans og leikskólans yfir götuna, of mikill krókur að fara alla leið að hraðahindruninni við hjúkrunarheimilið. Tek líka undir með að það þurfi gangstétt.
Alveg sammála. Í skammdeginu er þetta svæði stórhættulegt fyrir börnin og erfitt að komast yfir götuna.
Hjartanlega sammála, takk fyrir þessa tillögu!
Það myndi gera göngutúrinn okkar í og úr leikskólanum svo mikið betri og öruggari ef þessi hugmynd verður að veruleika :-)
Gott fyrir börnin
það gefur auga leið að þetta þarf að laga. öryggisatriði fyrir börn og fullorðna og ætti að vera í forgangi
It is also important to improve the accessibility of this area. Need for a good access by car, walk and using wheelchair to drop off kids at this kindergarden or school is essential. Having in mind that locally we aim at accessibility for everyone, unfortunately wheelchair users have a big constrains to get to those two public places providing assistance to children. Better accessibility of the pavements on both sides of road is safe for children, all parents & elderly inhabitants of this area.
Þetta svæði og frágangur er Reykjavíkurborg alls ekki til sóma. Eiginlega til hábornar skammar.
Fer þarna um og það þarf að laga þetta, hættulegt eins og þetta er.
Eina rètta
Öryggi barna a alltaf að vera i fyrirrumi og ser staklega þarna þar sem þessi skoli/leikskoli fer örrt stækkandi
Það þarf að gera þetta svæði barnvænna og öruggara með td lysingu og gangbraut :)
Þessu þarf nauðsynlega að kippa í liðinn, frábær uppástunga. Aðgengið að skólanum fyrir alla er óboðlegt i alla staði eins og staðan er nuna.
Það þarf klárlega að huga betra að góðu umhverfi í kringum skólan. Börnin eiga það skilið að umhverfið í kringum skólan sé öruggt.
öryggið er fyrir öllu og þá sérstaklega fyrir börn og eldra fólk sem býr þarna hlið við hlið
Frábær hugmynd. Er 100% með henni. Bý í túnunum og barnið mitt í skólanum.
Með
Ástandið þarna er algkör tímaskekkja. Falleg, ný, lerkiklædd skólabygging upp við borgarland í steik og algjörlega blint horn við fjölfarna umferðargötu.
Er alveg sammála þessu, sárvantar lýsingu þarna fyrir bæði börn og eldri borgara. A börn í þessum skóla og er alltaf með smá áhyggjur þegar það er dimmt og þær að labba í skólann
Mjög mikilvægt að huga að öryggi
Þetta er hættulegt svæði fyrir börn og verður að vera lagað sem fyrst !!!
100% mjög brýnt !
Þetta er grunnskóli og leikskóli og börnin eiga rétt á að vera í öruggu umhverfi <3
Gerum götuna öruggari fyrir alla þá sem þarna fara um. Það verður ekki tekið til baka þegar það verða slys.
Sammála - það er mjög mikilvægt að fara í málið - þetta er öryggisatriði fyrir foreldra og börn.
Ég er sammála þessu.
það þarf endilega að laga umhvefið í kring um skólan og í Sóltúni fyrir alla sem þar aka um á hjólastólm, alla sem ganga þarna um sem í mörgum tilfellum er eldrafólk og mikið um hjólastólanotenur í kring Sjálfsbjargarheimilið í næsta husi íþróttahús fatlaðra og svo er þetta bara til brýði að gana frá umhverfjinu eg er íbúi í Sóltúni
Þetta er öryggisatriði fyrr börn og fullorðna sem fara þarna um. Þetta verður að laga!
Það þarf klárlega að huga betra að góðu umhverfi í kringum skólan. Börnin eiga það skilið að umhverfið í kringum skólan sé öruggt.
mjög sammála þetta eru aðkallandi framkvæmdir.
Ég styð þessa tillögu að laga aðstæður við Sóltún: Börnin eiga betra skilið.
Jà þessu þarf ad kippa í lag strax !!! Svarta myrkur og bőrn ad koma úr őllum àttum .. stórhættulegt !!
Þetta er mikilvægt! Að laga þetta ætti að vera í forgangi hjá borginni, að minnsta kosti koma upp hraðahyndrun.
Þetta er mjög þarft að ganga frá þessu og svæðinu þarna í kring allveg upp að sóltúni þannig sómi sé af
Mér þykir vænt um Jón Gunnar og vil ekki missa hann uppá húddið á ljóslausri bifreið þegar hann fylgir barni sínu í vistun.
I think the kids and their parents should have a safe path to arrive at the school and kindergarten. Safety is a priority, specially in a region with so many kids!
Bý í hverfinu og á barn í Waldorfskóla.
Allveg sammála, umferðaröryggi verður að vera í lagi. Þau eru ekki í lagi í dag
Kæri hugmyndahöfundur, kosningu í verkefninu Hverfið mitt lauk þann 14.október sl. niðurstöður kosninga má sjá á www.hverfidmitt.is, Alls voru 111 hugmyndir kosnar og munu þær koma til framkvæmda á árinu 2022. Þín hugmynd hlaut ekki kosningu að þessu sinni. Næsta haust hefst hugmyndasöfnun að nýju og gefst þá Reykvíkingum aftur tækifæri til þess að setja inn hugmyndir að verkefnum sem gera hverfi borgarinnar betri og skemmtilegri. Við þökkum þér kærlega fyrir þína þátttöku og viljum hvetja þig til þess að halda áfram að vera virkur þátttakandi í málefnum hverfisins. Ýmsar leiðir eru fyrir borgarbúa til þess að hafa áhrif á þróun borgarsamfélagsins og síns nærumhverfis. Íbúaráð Reykjavíkurborgar eru lifandi samstarfsvettvangur samráðs íbúa, félagasamtaka, atvinnulífs og borgaryfirvalda. Virk íbúaráð eru í öllum hverfum Reykjavíkur og funda þau í hverjum mánuði yfir vetrarmánuðina. Nánari upplýsingar er að finna hér: https://reykjavik.is/ibuarad. Einnig viljum við vekja athygli á því að ábendingavefurinn er alltaf opinn fyrir borgarbúa sem vilja láta vita af einhverju sem betur má fara í umhverfinu eða þarfnast lagfæringar: https://abendingar.reykjavik.is. Bestu kveðjur, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation