Kaðlaklifurgrind eins og er í hljómskálagarðinum eða aparólu í borgarhverfi.

Kaðlaklifurgrind eins og er í hljómskálagarðinum eða aparólu í borgarhverfi.

Á mörkum víkur- og borgar- hverfis er opið graslendi, sérstaklega stórt vinstra megin við sambýilð Vættarborgum. Vinstra megin við sambýlið eru mörg börn að leika sér á veturna á snjósleðum en grasið er alltaf tómt á sumrin. Þarna er nægt pláss til að setja flotta kaðlaklifurgrind, aparólu eða eitthvað annað flott fyrir börnin til að leika sér í.

Points

Mér finnst oft frekar einhæft úrval af leiktækjum fyrir börn í borginni. Of mikið um sandkassa, rólur og kastala miðað á leikskólaaldurinn. Á svæðum eins og þessu er tilvalið að hafa eitthvað stórt og skemmtilegt útidót fyrir börn á grunnskólaaldri til að hópast saman úr mismuandi hverfum grafarvogs en þarna eru landamæri engja, víkur og borgarhverfis. Þetta ætti heldur ekki að skemma vetrarsportið á svæðinu. Þessi staðsetning fyrir stórt leiktæki er fullkomin og mundi fegra staðinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information