Betri lýsing niður hitaveitustokkinn í Ártúnsholti

Betri lýsing niður hitaveitustokkinn í Ártúnsholti

Ég hjóla niður hitaveitustokkinn á hverjum degi og nú í svartasta skammdeginu er mjög dimmt á þessari leið. Ég varð vitni af slysi einn morguninn og finnst ótrúlegt að það sé ekki búið að gera betrumbætur á þessari leið. Það er alltof langt á milli ljósastaurana og neðsta leiðin á stokknum niður að Elliðaánni er mjög dimm. Þetta er helsta hjólaleið fyrir árbæinga sem fara til vinnu hjólandi og vona að hér verði gerð breyting á þó það væri ekki nema fyrir öryggi þeirra sem hjóla og ganga.

Points

Er ekki mikilvægt í dag að bæta samgöngur fólks sem vilja hjóla? Hálka á veturnar og slæm lýsing er undanfari slysa og því mikilvægt að bæta lýsingu á fjölförnum vegi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information