Krókháls - Hálsabraut: Endurbætur á gatnamótum

Krókháls - Hálsabraut: Endurbætur á gatnamótum

Hugmyndin er að endurgera gatnamótin til að bæta umferðaröryggi og um leið öryggistilfinning þeirra sem stunda virkum samgöngum (hjóla, ganga, o.sv.frv.) . Krókháls er orðin nokkur vinsæl leið til hjólreiða úr Grafaholti og vestureftir. Mögulega mætti athuga að gera hringtorg.

Points

Samkvæmt fólki sem þekkir til eru þetta hættulega gatnamót.Sérstaklega fólk sem hjólar stendur ugg af hraða bíla um um gatnamótin.

Frétt Vísis 26.maí: Ástand hjólreiðamannsins enn alvarlegt Maðurinn, sem ekið var á við gatnamót Krókháls og Hálsabrautar í Árbænum fyrir helgi, er kominn úr öndunarvél að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans. Áverkar mannsins eru þó sem fyrr mjög alvarlegir og ekki er vitað hvenær vænta má útskriftar hans. Farþegi í bílnum, sem endaði á ljósastaur, var einnig fluttur á slysadeild með minni áverka. http://www.visir.is/astand-hjolreidamannsins-enn-alvarlegt/article/2015150529303

Það er mun auðveldara fyrir íbúa í Hraunbæ og nágrenni, að aka niður Hálsabraut og undir Vesturlandsveg, til að komast svo upp á Vesturlandsveginn og í átt að miðbænum, er umferðin um þessi gatnamót mjög mikil á álagstímum (morgna og kvöld). Einmitt á þeim tímum er sólin lágt á lofti (þegar hún á annað borð skín), svo útsýni þeirra sem eru á ferðinni í vestur eða austurátt eftir Krókhálsi er oft takmarkað. Þar við bætist vaxandi hraði þeirra sem aka Hálsabraut, vegna hallans. Úrbóta er þörf.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information