Undirgöng undir Kringlumýrarbraut til móts við Kringluna, mikilvægt að aðgengi fyrir vagna, kerrur, hjól, hjólastóla, rafskutlur og annað verði jafn góð og fyrir gangandi vegfarendur. Ég er því ekki að tala um undirgöng eins og eru undir Miklubrautina við Lönguhlíð.
Ég vil öruggt samgöngu umhverfi fyrir þá sem ekki eru á bíl. Ég bý í hlíðunum og fer því reglulega yfir Kringlumýrarbrautina, oftar en ekki erum ég í stórhættu vegna bílstjóra sem ekki nema staðar á rauðu ljósi við gangbrautir. Hraði bílanna á Krignlumýrarbrautinni er mjög mikill og þá má oft alltof litlu muna svo ekki verði stórslys á fólki. Ég heyri talað um að draga eigi úr bílaumferð í borginni, hvernig væri þá að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda yfir þetta umferðarfljót?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation