Minnka umferð um Sundlaugaveg

Minnka umferð um Sundlaugaveg

'E óska eftir að Sundlaugavegur verði einstefnugata eða verði lokuð gata þ.e. lokuð um gatnamótin Reykjaverur/Sundlaugavegur. Etv mætti gera aukabílastæði fyrir Laugar einhversstaðar lengra frá við Kirkjusand eða Ökuskólann og íþróttafólk gæti svo fengið sér göngutúr. 'Eg hef komið með þessa hugmynd áður og þá voru sett skilti með hámarkshraða 30 en fáir fara eftir því nema það sé bílaröð fyrir framan. Stórir flutningabílar eru líka að nota þessa götu á nóttunni etv setja skilti fyrir þá?

Points

Mikil umferð er um Sundlaugaveg með tilheyrandi mengun og slysahættu. Mikið er um börn í hverfinu sem þurfa að fara yfir þessa götu. Ljósin eru hönnuð þannig að bílar sem fara frá Reykjaveg til vesturs inn á Sundlaugaveg keyra yfir gangbraut á grænu ljósi. Einnig er bílaröðin nánast stopp frá 16 til 18 með tilheyrandi hávaða og mengun. Þetta hefur aukist mjög þau ca 9 ár sem ég hef búið hér og er svo komið að ég býst við að flytja ef eitthvað verður ekki gert. Hámarkshraði er ekki virtur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information