Þar sem Engjaselið tekur vinkilbeygju er frábær útsýnispallur. En galli er á gjöf Njarðar: Skjólbelti úr greni við opna svæðið á enda Akrasels er orðið svo hátt að það er farið að skyggja á útsýnið til vesturs. Þarna mætti fækka trjám verulega og jafnvel lækka öll nema þau allra efstu og nyrstu. Hér á bölvuð skógræktar rómantíkin ekkert erindi - þessir hávöxnu gestir frá Skandinavíu eru farnir að skyggja á glæsilegt útsýni sem bændur og búalið hefur notið á þessum stað frá landnámstíð.
Grisjun er óhjákvæmilegur fylgifiskur skógræktar. Skjólbeltið gerir sama gagn þótt það lækki. Grisjun hleypir sól í nálæga húsgarða. Útsýnið hefur forgang.
Grisjun er sjálfsagður og óhjákvæmilegur fylgifiskur skógræktar. Grisjun gerir þeim trjám sem eftir standa lífið bærilegra. Grisjun og lækkun umræddra trjáa mun hleypa lofti og sól í nálæga húsagarða. Þörfin á skjólbelti á þessum stað hefur minnkað eftir því sem hverfið hefur gróið upp undanfarin 30 ár. Upp með axirnar, niður með ofvaxinn tré.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation