Endurbætur á tjörninni í Seljahverfinu

Endurbætur á tjörninni í Seljahverfinu

Hugmyndasamkeppni um það hvernig hægt er að gera votlendið (tjörnina) í Seljahverfinu við Hólmasel meira aðlaðandi. Hreinsa þarf tjörnina ásamt því að athuga þarf með mælingum hvort vatnið í tjörninni sé hreint eða hvort í hana renni hugsanlega mengað ofanvatn. Mikið er um það að börn leiki sér í og við tjörnina á sumrin, svæðið hefur bæði útivistar og fræðslugildi. Andapör dvelja við tjörnina mikilvægt er að hlúa betur að búsvæði andanna þannig að þær myndu jafnvel verpa í hólmanum.

Points

Svæðið setur mjög skemmtilegan svip á hverfið en hægt er að gera enn betur. Græn svæði auka vellíðan íbúa. Mikilvægt er að draga enn frekar fram útivistar og fræðslugildi svæðisins. Hægt væri að gera aðgengi að tjörninni betra og á sama tíma hlúa betur að því dýralífi sem þar þrífst með því að koma í veg fyrir að í tjörnina fari ekki mengað ofanvatn og hlúa að búsvæðum þeirra tegunda sem í og á tjörninni lifa. Hugmyndasamkeppni sem rammar inn þessa þætti gæti gefið góðar hugmyndir um framkvæmdi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information