Öryggi gangandi vegfarenda fyrir framan leikskólann Hlíð við Engihlíð.

Öryggi gangandi vegfarenda fyrir framan leikskólann Hlíð við Engihlíð.

Í Engihlíð í Hlíðarhverfi er engin gangstétt meðfram stórum hluta götunnar öðru megin. Þeim megin er meðal annars annað tveggja húsa leikskólans Hlíðar sem er sameinaður leikskóli Hlíðaborgar og Sólhlíðar. Nú virðist svæði öðru megin götunnar, sem nýta ætti fyrir gangstétt að mínu viti, vera nýtt sem bílastæði. Gerð gangstéttar myndi auka öryggi gangandi vegfarenda sem að miklu leyti eru börn í fylgd foreldra sinna á leið til og frá leikskólanum.

Points

Í fyrsta lagi er hugmynd um gerð gangstéttar í samræmi við samstarfssáttmála borgarstjórnar Reykjavíkur en þar er lögð áhersla á fjölbreyttar samgöngur innan borgarinnar. Eins og staðan er í dag er eins og nánasta umhverfi leikskólans sé fyrst og fremst hannað fyrir bílaumferð, lítil fjölbreyttni þar. Í öðru lagi myndi gerð gangstéttar mögulega hafa í för með sér að umferðarhraði í Engihlíð myndi minnka þar sem gatan yrði ekki eins breið og í dag og þar með myndi öryggi gangandi fólks aukast.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information