Taka börn fædd 2010 inn á leikskóla borgarinnar.

Taka börn fædd 2010 inn á leikskóla borgarinnar.

Points

Jæja ... og nú heyrist í fréttum að það sé fullt af lausum plássum og hvernig svarar fulltrúar borgarinnar: "Ég hef engu við þetta að bæta"!

Vel greint Baldur! Það þarf ekki fleira starfsfólk. Ég skil þína pælingu!

Leikskólar milli steins og sleggju RÚV Fyrst birt: 07.11.2011 19:15 GMT, Síðast uppfært: 07.11.2011 20:30 GMT Leikskólar í Reykjavík eru margir í vondri stöðu vegna ákvörðunar borgarinnar um að innrita ekki börn fædd í fyrra. Formaður félags leikskólastjóra segir þá standa frammi fyrir vali um að fækka starfsfólki eða fara fram úr fjárhagsáætlun. Níu hundruð börn sem fæddust í fyrra eru á biðlista eftir leikskólaplássi en borgaryfirvöld hafa ákveðið að þau fái ekki inni á leikskólum fyrr en næsta haust. Á annað hundrað pláss eru laus á leikskólum og fylla mætti á fjórða tug þeirra án þess að fjölga starfsfólki. Á sumum leikskólum eru svo mörg laus pláss að starfsmenn hafa ekki nóg að gera, svo leikskólastjórarnir hafa boðið þeim að minnka starfshlutfall sitt. Björk Óttarsdóttir, starfandi formaður Félags leikskólastjóra, segir leikskólastjóra með mörg laus pláss í vondri stöðu. „Hann stendur frammi fyrir því að fara fram úr fjárhagsáætlun af því að hann er ekki að fá tekjur í skólann vegna þess að leikskólagjöldin eru ekki að skila sér, eða þá að segja upp fólki. Það er mjög vont að segja upp fólki, sérstaklega eins og árferðið er núna.“ Borgin greiðir mun lægra hlutfall af dagvistunarkostnaði barns hjá dagforeldri en á leikskólunum. Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara segir að borgaryfirvöld ættu að viðurkenna hver skýringin sé. Að hans mati er um afturför að ræða enda voru átján mánaða börn tekin inn í fyrra. Haraldur telur að í framtíðinni verði að tryggja að leikskólarnir taki við börnum um leið og fæðingarorlofi lýkur

Fram kom hjá Óttari Proppé í Kastljósi í gær að Besti flokkurinn hyggst taka börn inn á leikskóla ÁRIÐ sem þau verða 2 ára. Í þessu fellst gríðarleg mismunum þar sem eitt barnið getur verið 18 mánaða á meðan annað barn er tæplega þriggja ára, séu þau einungis tekin inn að hausti. Rök Borgarstjóra að: „við verðum að hafa laus pláss upp á að hlaupa til vara ef við skyldum einhverra ástæðna vegna þurfa á þeim að halda. Annað væri bara ábyrgðarlaust,“ standast engan vegin á tímum eins og þessum!

Talað var um að taka inn börn fædd árið 2010 og eru það eru meðal annars börn sem eru rétt orðin eins árs og sum jafnvel yngri. Þau börn þurfa meiri umönnun en þau sem eru eldri og því þarf fleiri stöðugildi á hvert barn fyrir þau yngstu sem sem skilar sér í hærri kostnaði á hvern nemanda. Því má segja að niðurgreiðsla Reykjavíkur er hærri eftir því sem barnið er yngra. Það var sú hugmynd hjá Bryndísi að velta þeim auka kostnaði yfir á þá sem þurfa að vista barnið sitt lengur en 8 tíma þó að það kalli ekki á fjölgun starfsfólks. Og það að meira en tvöfalda gjöldin fyrir auka klukkutíma er nú bara eitt mesta rugl sem ég hef heyrt. Svo er annað að þetta ung börn (fædd seint á árinu 2010) hafa ekkert að gera inn á deildir sem eru með 2-3,5 ára börn og því þyrfti væntanlega að umbylta kerfinu algerlega og fjölga deildum á flestum leikskólum. En auðvitað væri best að koma börnunum inn á leikskóla sem fyrst. Dóttir mín komst ekki inn á leikskóla í hverfinu sem við búum í fyrr en hún fór að nálgast 3 ára aldurinn, mér til lítillar skemmtunar. Þó komst hún inn á leikskóla í öðru hverfi þegar hún var eins árs og níu mánaða. Ég styð hugmyndina sem slíka en þessi tillaga hennar Bryndísar er bara bull.

http://eyjan.is/2011/11/05/leynd-um-laus-plass-a-leikskolum-borgarinnar-banna-leikskolum-ad-veita-upplysingar/#comments Gjörsamlega sláandi frétt!

Ég held að íbúar í Reykjavík séu farnir að skilja að það er eitthvað sem er ekki að virka í borginni okkar! Þegar jafnstórar ákvarðanir og þær er varða 2010 árganginn eru teknar þarf að boða til funda og kynna ákvörðunartökuna fyrir borgurum. Hvar er fólkið sem hefur með þessar ákvarðanir að gera? Ég skora á leikskóla borgarinnar að taka inn 2010 börn! Hafi þeir ekki fengið lagalegar boðheimildir um að sporna við inntöku þessara barna eiga þeir klárlega rétt á að taka inn þessi börn. ÉG hvet leikskóla í borginni að láta reyna á þetta! Með þessu getum við kannski svælt út þá sem gefa út skipanir um að taka ekki við þessum börnum. Leikskólar allrar Reykjavíkur ... sameinist ;-) um að bjarga 2010 börnunum!

Við búum í samfélagi þar sem leikskólaganga er talin hluti af uppeldi barna. Það að taka ekki á móti börnum inn á leikskóla er bara hluti af sparnaðinum. Bráðum fara menn að sjá hvað hægt er að spara mikið með því að svæfa aldraða eins og gömul gæludýr. Á uppgangstíma Nasista var líka vísað í hver mörg hús mætti byggja í stað eins geðsjúkrahúss. Áður en að við förum að bera út börn ættum við að staldra við og forgangsraða. Viljum við hafa leikskóla eða Arkitektural skrípaleikhús. Þurfum við að loka sjúkrahúsum eða er kanski nóg að hætta að sóa fé í gæluverkefni. Tökum til í bruðli Pólitíkussa. Það væri sennilega nóg til í sjóðum borgarinnar ef Villi og Óskar hefðu ekki samþykkt að leigja borgartúns ferlíkið til 20 ára og allt fyrir nokkrar miljónir í flokkssjóði. Pólitíkussar verða að hækka standardinn.

Hver nákvæmlega bannaði leikskólum að taka inn 2010 árganginn? Má Borgin banna leikskólum að svara fyrirspurnum fjölmiðla?

Rökleysa að að fullnýta ekki þá aðstöðu sem fyrir er og það starfsfólk sem þegar er ráðið til starfa.

Ég átta mig ekki á af hverju forráðamönnum barna í borginni hafi ekki verið kynnt sú veigamikla breyting að tekið hafi verið fyrir að 2010 árgangurinn fái inni á leikskólum borgarinnar! Þarf ekki einhver að stíga fram og gangast við því að hafa tekið þá ákvörðun? Reyndar er ég ennþá á furða mig á því af hverju það sjást engar fundagerðir inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Og svo má benda Líf Magneudóttur sem situr í Skólaráði fyrir hönd vinstri grænna að netfangið hennar eða linkurinn á það í gegnum Reykjavíkurborg virkar ekki.

Það er eitt til viðbótar sem gleymist í þessari umræðu, en það er tíminn sem foreldrar með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri eru að eyða aukalega í umferðinni í upphafi og lok hvers vinnudags. Við erum með tvö ung börn, eldra barnið er í hverfisleikskóla 500m frá heimili okkar en yngra barnið er í einkareknum leikskóla í 4 km fjarlægð. Við keyrum því með yngra barnið samtals 16 km á dag í sinn leikskóla sem gerir 80 km a viku eða 360 km á mánuð - Hvað kostar þessi auka TÍMI og MENGUN okkur?

Af Eyjunni: Hver ákvað að ekki skuli nýta laus pláss á leikskólum Reykjavíkur, sem hægt er að ráðstafa án þess að fjölga starfsfólki? Þess sér hvergi stað í fundargerðum hvar sú ákvörðun var tekin. Þetta segir Líf Magneudóttir varaborgarfulltrúi VG, sem einnig situr í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar, í pistli á vefmiðlinum Smugunni í dag. Eins og fram hefur komið er fjöldi foreldra í vandræðum vegna skorts á leikskólaplássum í Reykjavík, þótt leikskólastjórar fullyrði að fjöldi plássa sé laus og hægt að nýta þau án þess að bæta við starfsfólki. Leikskólastjórar fengu þau fyrirmæli frá borginni að svara ekki spurningum fréttastofu Ríkisútvarpsins um þessi efni, en fréttastofan hefur fjallað um málið undanfarna daga. Líf Magneudóttir undrast mjög það sem hún kallar úrræðaleysi meirihlutans í borginni: „Eftir að hafa barið sér á brjóst og hreykt sér af þeim árangri sem náðist í leikskólamálum í tíð R-listans hefur Samfylkingin ekki sýnt af sér að hún sé tilbúin að halda því starfi áfram og þróa það. Þvert á móti virðist núverandi meirihluti vilja spilla árangrinum með fækkun stjórnendastaða og sameiningum. Lítið hefur reyndar heyrst í Besta flokknum í þessu máli og meira að segja borgarstjórinn hefur ekkert um málið að segja. Það ætti að vera forgangsastriði þegar kreppir, að auka fé til málaflokka sem snerta börn og ungmenni. Það hlýtur hverjum sem er að vera það ljóst að sá málaflokkur er viðkvæmastur og að farsælast er að hlúa sem best að honum. En hvað vefst fyrir meirihlutanum? Á leikskólum borgarinnar eru ónýtt pláss fyrir börn fædd 2010. Þeim plássum má ráðstafa án þess að ráða aukalega starfsfólk. Þrátt fyrir það koma tilmæli frá borginni til leikskólastjóra að þeir megi ekki ráðstafa þeim. Ég velti fyrir mér hvar, hvenær og hvers vegna sú ákvörðun var tekin. Ekki var hún tekin á vettvangi skóla- og frístundaráðs og ekki hef ég séð í fundargerðum að málið hafi komið á borð borgarráðs. Slík vinnubrögð samræmast ekki hugmyndum um fjölskipað stjórnvald og góða stjórnsýsluhætti. Þar fyrir utan var fyrirmælum beint til leikskólastjóra að neita að svara spurningum RÚV um hversu mörg óráðstöfuð pláss eru í skólunum. Það er mér hulin ráðgáta af hverju það þurfi að ríkja leynd yfir því. Leikskólastjórar þekkja skólana sína best og eru fullfærir um að veita þessar upplýsingar. Það er síðan pólitísk ákvörðun hvort og hvernig plássin skuli nýtt.“

Mér skilst reyndar að fólki hafi einfaldlega verið sagt upp í vor þegar þetta lá fyrir.

Maður skilur auðvitað að borgin þarf að spara þegar tekjur hennar dragast saman um 40%. Hins vegar ætti að vera hægt að fylla a.m.k. þau pláss þar sem ekki þarf að bæta við starfsfólki. Þarna er um að ræða verulegt hagsmunamál fyrir um 1500 fjölskyldur í Reykjavík þar sem þær eru að greiða tugi þúsunda í viðbótargjald fyrir börnin sín, þ.e. þær sem eru svo heppnar að hafa gæslu fyrir börnin og geta þannig mætt í vinnuna. Það tekur mig 40 mínútur aukalega á dag að keyra í vinnuna og heim í gegnum 2 leikskóla í stað eins leikskóla og ég bý 2 km frá mínum vinnustað. Ég þekki fólk sem býr í Hlíðunum en er með dóttur sína í leikskóla í Grafarvogi þótt þau vinni niðri í bæ. Þau fara því tvær ferðir á dag í Grafarvoginn og aftur til baka (um 50 km. á dag) þrátt fyrir að það séu 17 laus pláss á leikskóla eldri dóttur þeirra sem staðsettur er á næstu lóð við þeirra í Hlíðunum. Þetta er auðvitað skelfilegt!

Þetta er sláandi frétt! Sjá vefslóð!

Ekki við hæfi og ranglátt að Borgin lækki kostnað með því að velta honum yfir á barnafjölskyldur sem þurfa núna að greiða á 4ða hundrað þúsunda á ári til dagmæðra aukalega.

Já ég tek algerlega undir þetta! Óttar endurtók í sífellu að öll börn kæmumst inn árið sem þau verða 2 ára. Hins vegar hefði Helgi mátt spyrja hann um hvort þau kæmust eftir að þau væru orðin tveggja! Það felst mikil mismunun í því að börnin sem eru fædd í janúar og febrúar þurfi að bíða fram á sumar eða haust! Nú vantar 2011 börnunum pláss hjá dagmæðrum. Það er mikil skerðing þótt Óttarr vilji ekki gangast við því. Auðvitað eiga barnafjölskyldur að segja nei við þessum ósköpum. Ég sem skattgreiðandi vill frekar að borgin setji peninga í skólakerfið frekar en Hörpuna eða hjólastíga eða bókmenntaborgir! Forgangsröðun og forheimska þeirra sem við höfum kosið yfir okkur er út í hött! Við eigum ekki að taka þessu þegjandi! VIð eigum að gera kröfu á börnin okkar fái þá þjónustu sem þeim ber. Það er verið að svíkja þau börn sem eru fædd snemma á árinu um þjónustu sama hvað Óttar segir.

Ég var að lesa fundargerð Skóla- og frístundaráðst sem nálgast má á vef Reykjavíkurborgar og þetta er það sem að í henni stendur: "5. Lögð fram á ný svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Vinstri grænna sem frestað var á fundi ráðsins 2. nóvember sl.: Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að meirihluti skóla- og frístundaráðs leyfi þeim leikskólum sem geta tekið inn börn fædd 2010 að gera það. Fulltrúi Vinstri grænna telur jafnframt að leita ætti leiða til þess að taka megi fleiri börn inn í leikskóla en nú er gert. Börn fædd í upphafi ársins 2010 verða orðin nálægt því tveggja ára gömul þegar þau verða tekin inn í leikskóla ef framtíðarsýn meirihlutans gengur eftir. Vinstri græn telja það metnaðarlítið. Tillagan felld með 4 atkvæðum gegn 3. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar óskuðu bókað: Ljóst er að ítarlegri fjárhagsleg rýni verður að eiga sér stað áður en fyrirheit um inntöku barna fædd 2010 eru gefin. Sú rýni er í fullum gangi í tengslum við framlagningu fjárhagsáætlana sviðsins í gær og niðurstöður munu liggja fyrir innan skamms tíma. Áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra óskaði bókað: Leikskólastjórar í Reykjavík virða þá ákvörðun meirihluta skóla- og frístundaráðs að fullnýta ekki það húsnæði sem nú þegar er til staðar í borginni fyrir leikskólapláss fyrir yngstu nemendur borgarinnar. Það er ljóst að sú ákvörðun er tekin á fjárhagslegum forsendum, þar sem hvert leikskólapláss kostar mikla peninga. Það vekur hins vegar undrun, að svo virðist sem farið sé með umræðuna um laus pláss í leikskólum Reykjavíkur sem feimnismál. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna óskaði bókað: Ljóst er að afkoma ársins 2011 verður mun betri en áætlað hafði verið og það svigrúm hefði átt að nýta til að taka inn yngri börn. Það er því miður að meirihluti Besta flokks og Samfylkingar láti sér mikilvægt tækifæri renna úr greipum í að efla þjónustu við börn og foreldra þeirra. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja rétt að nýta laus leikskólarými, sem tiltæk eru, og styðja því tillöguna með fyrirvara um fjárheimildir." Eina villan sem að ég ég sé í þessu er að börnin verða að verða 3 ára ekki tveggja ára og svo sést svart á hvítu að meirihluti Samfylkingar og Bestafloks hafnar því að hleypa börnunum okkar inn fyrr en næsta haust, jafnvel þar sem að eru laus pláss.

Börn sem eru að verða 3 ára þegar þau komast inn á leikskólann eru búin að missa heilt ár af fyrsta skólastiginu. Það er baráttumál að þau séu ekki látin bíða fram á sumar! Ætli borgin að verja það að leikskólinn sé fyrsta skólastigið þá er það óafsakanlegt að láta börn sem eiga nokkra mánuði 3 ára aldurinn í haust að missa heilt ár úr skólanum sínum. Það er óverjandi að leikskólarnir geti ekki byrjað að taka inn börn í janúar 2012!

Til að hægt sé að mæta að einhverju leiti þeim aukakosnaði sem hlýst að því að taka inn á leikskóla boragrinnar börn fædd 2010 s.s.eftir áramótin 2012. þá má meðal annars taka aukagjald fyrir umfram 8 klst. á dag. Fyrir fyrstu 15 mín.- 250kr. á dag. / 30 mín.- 500kr. 1 klst. 1000kr. Einnig má hækka gjaldkránna fyrir öll leikskólapláss um 2500 kr. á mán.

Já, en þetta er hrikalegt! Mér finnst í raun sjokkerandi að borgarfulltrúar virðast ekki gera sér grein fyrir því hvað það er mikil munur á þroska barna í mánuðum þegar þau eru á þessum aldri. Það er ekki hægt að líkja saman þroska 18 mánaða barns og 31 mánaða. Hvað þá 24 mánaða og 31 mánaða. Sama hvað Óttar segir eða Gnarr þá er þetta gífurleg þjónustuskerðing við börn sem eru svo óheppin að vera fædd snemma á árinu. Þau þurfa nýja hugsun og ef þau ætla að teygja lopann er best að þau taki inn nemendur í lotum. Borgarfulltrúar geta ekki haft það á samviskunni að hafa af elstu börnunum 1 skólastigið. Það á ekki að þekkjast í stærsta sveitarfélagi landsins. Mér finnst sárt að sjá hvernig Besti flokkurinn hefur haldið á spilunum og ekki er Samfylking að standa sig betur. Verðum við ekki að fá fagfólk í borgina? Ráða bara flott fólk með góða menntun og skilja pólitíkina eftir hjá reiða, stjórnsama og meðvirka fólkinu?

Það er klárt mál að það var ekki haft samráð við foreldra eða grenndarsamfélagið við þessa stóru ákvörðun um að setja 2010 árgang á hold ... Undarlegt að þurfa að draga þessar upplýsingar fram með töngum! Átti ekki að verja velferð og menntun barna? En já Kiddi við þurfum ferska hugsun og nýja vinda! Kannski þurfum við bara að ráða fólk sem er með þekkingu og menntun og leyfa pólitíkusum að fara að gera eitthvað annað! Borgin á að vera virka fyrir gamla og unga fólkið!

Börnin geta ekki beðið!

Sýnum yngsta skólastiginu virðingu!

Smá athugasemd um hvað þetta getur orsakað súrríalíska aðstæður fyrir sumar fjölskyldur - hérna er okkar: Við fjölskyldan búum beint á móti Jöfra í 29 metrar fjarlægð frá lóðamörkum. Við erum svo heppin að strákurinn okkar komst að í Ársól (fæddur í febrúar 2010). En vegna þess að hann er í Ársól, þá þurfum við að vera á tveim bílum. Þegar hann kemst á Jöfra, þá getum við hjólað til vinnu og aðrir þurfandi foreldrar komið sínu yngra barni að í Ársól.

Það hlýtur að vera hægt að skipta leikskólaárinu í annir. Með því móti minnkar álag á dagforeldra og foreldra enn yngri barna. Það er mikið óhagræði sem fylgir skutli barna til dagforeldra og einkarekinna leikskóla í öðrum hverfum en búið er í. Ég verð líka að segja að nóg er komið að klípa af okkur sem höfum eignast börn eftir kreppu, við borgum okkar hámarks útsvar og 40% meira til OR plús hin nýjufráveitugjöld! Fer þetta allt í malbik og fjármagnskostnað? Fáum við ekkert fyrir okkar skatta?

Smá villa ... ég tók fæðisgjaldið með inn í heildartöluna þannig að 8 tíma vistun kostar ekki nema ca 725kr á dag.

Verð að vera sammála þér með að tvöföldun á auka klukkutíma er aðeins of langt gengið!

Ég er alltaf jafn hissa þegar ég heyri talað um að þjónusta við barnafjölskyldur í Reykjavík hafi ekki verið skert? Við höfum greinilega kosið yfir okkur menn og konur í borginni sem hafa litla trú á yngsta skólastiginu. Ekki nóg með það heldur höfum við kosið yfir okkur fólk sem finnst í góðu lagi að velta vandanum yfir á foreldra en leika sér svo með bókmenntaborgina Reykjavík og hjólastíga á Hverfisgötu! VIð sem kusum Besta getum látið þau atkvæði okkur að kenningu verða!

Fagmenntaðir leikskólakennarar hafi misst vinnuna í barnfærri hverfum sökum þess að ekki má taka inn 2010 börnin. Auðvitað ráða þeir sig annað enda skortur á leikskólakennurum. En maður spyr sig hvað gerist á einmitt þessum leikskólum þegar 2010 árgangurinn "má" hefja nám. Verður eitthvað faglært starfsfólk? Eða eru barnfærri hverfin orðin annars flokks hverfi?

Leikskólapláss í Reykjavík kostar ca 1000kr á dag fyrir 8 tíma og þú ert að stinga upp á að fyrir auka klukkutíma greiðist 1000kr Á DAG! Ertu ekki að grínast? Í dag kostar þessi auka klukktími 10.500 á mánuði sem mér finnst nú alveg slatti en þú villt tvöfalda þá upphæð. Væri ekki gáfulegra að rukka bara hærra gjald fyrir börn yngri en t.d. tveggja ára. Þau væru annars hjá dagmömmu sem kostar tvöfallt meira en leikskólapláss?

Fyrir forvitnisakir ... þú styður systkinaforgang á leikskóla en er á móti því að taka inn börn fædd 2010? Endilega leyfðu okkur að heyra rökstuðning fyrir því af hverju börnin fædd 2010 mega ekki komast inn líkt og 2009 árgangurinn mátti á sama tíma fyrir ári?

Ef fer sem horfir þá kemst okkar barn inn 31 mánaða sem er ansi langt frá 2

Það sem hefði átt að benda Óttarri á fyrst hann sér það ekki sjálfur er að strax og barn er orðið 24 mánaða er þjónusta við það tekin að skerðast! Ef barn er 31 mánaða þegar það er tekið inn, sannarlega orðið tveggja ára er það að missa af ansi miklu miðað við þá þroskasálfræði sem kennd er í háskólum þessa lands. Að tala um að það sé ekki skerðing á þjónustu því þau komist öll inn árið sem þau eru tveggja ára er ekkert annað en sorglegur útúrsnúningur! Þetta þurfa borgaryfirvöld að laga fyrr en seinna! Þau þurfa að sýna fólkinu í borginni að þau skilji þarfir yngstu borgara Reykjavíkur. Kannski þarf að hjálpa þeim að nálgast málið með nýjum hugsunarhætti! Af hverju eru þau ekki tekin inn í lotum 2012? Þannig að barn sem er 24 mánaða í janúar komist þá alla vega inn í janúar! Það á ekki að miða þetta við grunnskólana þ.e.a.s hvenær þeir fara í sumarfrí! Þessi viðmiðun er líka mjög slæm fyrir dagmæður! Koma nú borgaryfirvöld! Vaknið og lagið þessa ófyrirgefanlegu þjónustuskerðingu!

Já, það er mjög skrýtið! En hjá borginni fást þau svör að 2009 árgangurinn hafi verið svo stór! Klárlega brot á jafnræðisreglunni. Það sem verra er, það var tekin einhliða ákvörðun án þess að kynna hana fyrir foreldrum!

Fyrir komandi kynslóð!

2010 börn eiga rétt á fyrsta skólastiginu!

By restricting entry to leikskóli in this way creates more problems than it was supposed to fix. Parents get stressed, costs them more money, perhaps one parent stays home as it makes more financial sense- one less tax payer for RVK and the government, parents leave work early etc to juggle how to look after their child, Leikskóli in some areas over staffed, children being looked after by unqualified individuals, people moving from the RVK area to some area with better childcare- loss of revenue!

Borgin borgar nú miklu minna með barni hjá dagmömmu en sama barni í leikskóla. Hins vegar borgar þú sem foreldri meira fyrir barnið hjá dagmömmu en í leikskóla. Ergó ...borgin sparar á því að hafa börnin sem lengst hjá dagmömmum! Ef borgin vill endilega halda börnunum hjá dagmömmum ætti hún kannski að bjóðast til að niðurgreiða dagmömmurnar meira niður. Jafnvel endurgjaldslaust ef barnið er orðið tveggja ára! Það ætti að ýta við þeim! Það sorglega er að við erum að horfa upp á mikið óréttlæti vegna sparnaðar sem mun bara bitna á börnum sem hafa það eitt unnið sér til saka að vera fædd snemma á árinu 2010. Það er ekki horft til þroska þeirra heldur munu peningar og hinn óheppilegi afmælisdagur þeirra koma í veg fyrir að þau fái notið þess sem á að heita fyrsta skólastigið!

Er það samt rétt að ekki megi taka inn börn fædd árið 2010 þó að það sé pláss fyrir þau? Dóttir mín byrjaði á leikskóla í ágúst 2010 og er fædd í des 2008. Með henni á deild voru nokkur börn fædd jan - mars 2009, þá um 18-20 mánaða. Því finnst mér skrítið að núna í haust hafi verið bannað að taka inn börn fædd 2010.

Ég er með leikskóla í garðinum hjá mér þar sem eldri stelpan mín er. Þar eru 17 pláss laus, en ég er með yngri stelpuna mína í einkareknum leikskóla sem er 13 km frá heimilinu. Vinnan mín er hinsvegar rétt hjá heimilinu svo ég keyri um 50 km á dag bara til að koma barninu í og úr leikskóla!

Ungar barnafjölskyldur eru fjölmennasti hópur þeirra sem fer utan. En samkvæmt tölum Hagstofunnar fluttu um 200 fleiri börn á leikskólaaldri frá landinu en til þess á síðasta ári. http://ruv.is/frett/ungt-fjolskyldufolk-flytur-ur-landi Það hlýtur því að hafa fækkað eitthvað í eldri leikskólaárgöngunum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information