Ljósker í stað flugelda á áramótunum

Ljósker í stað flugelda á áramótunum

Á hverju ári er loftmengun mest í janúar, en það er af því að flugeldar eru sprengdir í tonnatali í kringum áramótin. Ég legg til að aðilar sem selji flugelda hefji einnig sölu á ljóskerjum sem menga minna en flugeldar og hvetji fólk til að kaupa eitt þannig í stað tertu eða rakettu.

Points

Ljósker menga líka, þau enda sem rusl í hafinu.

Okkur þykir öllum vænt um umhverfi okkar og við viljum hugsa um heilsu okkar og mikilvægt er að gott sé að lifa í borginni okkar. Ástæður lofmengunar hér; útblastur bíla, svifryk, eldfjallaaska og svo skaðleg efni. Tillaga mín er ekki sett fram til að banna notkun flugelda alfarið. Það er stór hluti af áramótagleðinni að sprengja flugelda. Hins vegar myndi ég leggja það til að aðilar sem selja flugelda hafi ljósker einnig til sölu og að borgin vekti athygli á þessu. Svo eru ljóskerin svo falleg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information