Breytt verði landslaginu í Hljómskálagarðinum og Klambratúni

Breytt verði landslaginu í Hljómskálagarðinum og Klambratúni

Breytt verði landslaginu í Hljómskálagarðinum og Klambratúni

Points

Central Park er yndislegasti garður sem ég þekki. Þar eru hólar, hæðir, klappir, runnar, há tré, flatir og tjarnir. Í honum er skjól og friður frá borgarlífinu í kring. Þar er gott að sitja á bekk, eða á grasflöt og lesa í bók eða bara hugsa. Örstedsparken í Kaupmannahöfn er lítil útgáfa af garði af þessari gerð. Hljómskálagarðurinn og Klambratún eru flatir og þar eru stór, vindasöm svæði sem gera garðana ekki að því athvarfi sem þeir ættu að vera fyrir Reykvíkinga.

Þessi hugmynd hefur verið flutt úr flokknum frístundir og útivist í flokkinn umhverfismál.

Það er gott og gilt að fegra garða og gera mannvænni. Þó er það svo í Central Park (sem og öðrum stórborgargörðum sem ég hef komið í, t.a.m. München, Tokíó og London) að þar eru einnig stórar flatir þar sem hægt er að kasta (frisbí-)diski eða sparka knetti í góðra vina hópi. Klambratúnið er einmitt frábær staður til slíkrar iðkunar. Skjól væri þó vel þegið. Þá mætti t.a.m. setja upp mön við Miklubraut og færa stíginn nær garðinum (já, og malbika hann; ekki hjólreiðavænasti stígurinn, það).

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information