Ný biðstöð leiðar 12 við Gnitanes í Skerjafirði

Ný biðstöð leiðar 12 við Gnitanes í Skerjafirði

Við Einarsnes eru 2 biðstöðvar fyrir leið 12 með u.þ.b. 190 metra millibili og liggja við gönguleiðir inn og út úr hverfinu. Um 250 metrum vestar, rétt við Gnitanes, væri heppilegt að setja biðstöð til viðbótar enda bæði gönguleið í vestasta hluta Skerjafjarðar og biðstöð fyrir skólabíl Melaskóla.

Points

Frá biðstöðinni Einarsnes/Bauganes að næstu stöð við Skerjagarða eru tæplega 780 metrar án biðstöðvar. Biðstöðvarnar við Einarsnes eru um leið þrengingar til að draga úr umferðarhraða og auka þannig öryggi. Þar sem börn standa í dag og bíða eftir skólabílnum við gangstéttarbrúnina skammt frá Gnitanesi er því miður ekið of hratt. Vel lýst og merkt biðstöð Strætó, jafnvel með þrengingu við, myndi því ekki aðeins stórbæta þjónustuna við hverfið heldur einnig auka öryggi.

Ég styð heils hugar þessa hugmynd og væri einfaldast að setja litla biðstöð á sama stað og börnin bíða eftir skólabíl Melaskóla á morgnana, sem sé á Einarsnesi rétt vestan við afleggjarann inn á Gnitanes.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information