Göngubrú eða undirgöng við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Listabrautar.

Göngubrú eða undirgöng við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Listabrautar.

Legg til að byggð verði brú fyrir gangandi og hjólandi yfir gatnamót Kringlumýrarbrautar og Listabrautar (svipuð og er yfir Miklubraut á milli Kringlunnar og Valsheimilisins að Safamýri). Einnig má hugsa sér undirgöng sem þjónaði sama tilgangi. Tenging þessi myndi bæta mjög verulega úr vaxandi samgangi á milli Kringlusvæðisins og Hlíða-hverfisins bæði gangandi og hjólandi. Hef búið þarna nálægt í 10 ár en er alltaf í vandræðum við að komast þarna yfir í einni lotu og í raun stórhættulegt.

Points

Vinsamlegast íhugið þessa tillögu alvarlega og styðjið ...ef hún stangast ekki á við hugmyndir ykkar um greiðar og sem öruggastar samgöngur: Gangandi, hjólandi og akandi um borgina okkar!

Að komast frá Kringlusvæðinu yfir í Hlíða-hverfið á ljósunum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar er HÆTTULEGT enda útfærslan slæm. OFTAST ER MAÐUR SKELFINGU LOSTINN OG ÞAKKAR SÍNU SÆLA FYRIR AÐ VERÐA EKKI FYRIR BÍL við að komast þarna yfir og það á ljósum. Umferðin er stöðug og hraðinn mikill og ljós stillt eftir því og öðrum ljósum. Full frískt fólk verður að HLAUPA YFIR TIL ÞESS AÐ NÁ ALLA LEIÐ ... auðvitað útilokað fyrir eldra fólk og börn! Bætum þetta núna og segjum Já!

Þetta eru grunnmannréttindi að þurfa ekki að leggja líf sitt í hættu við að komast yfir fjölmenn gatnamót og akbrautir. Ég styð þessa tillögu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information