Fjölga bekkjum í borginni
Eykur gangandi umferð, kannski einkum fyrir eldra fólk en líka fyrir barnafólk o.fl. Gott að setja þá upp þar sem eitthvað er að sjá - t.d. við höfnina og við torg.
Ég er hugsi yfir setbekkjum sem settir eru niður beint á gangstéttir t.d. í Hátúni vegna slysahættu. Gangstéttin þrengist um helming. Hjólandi sjá bekkina illa, einkum í skammdegi og dimmviðri. Erfitt að mætast með vagna, kerrur, í hjólastólum eða á hjólum. Vildi vita hvort hugað sé að þessu þegar staðsetning bekkja er ákveðin?
já hætta á að hjólað sé á fætur fólks sem situr á bekkjum sem eru rétt við stíga , einn þannig við malarstíg norðan rétt neðan hóla. bekkir kosta mikið en þurfa ekki að kosta mikið , bara negla þá saman úr vörubrettum td og eitt upp standandi sem bak . mála kannski setur .
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation