Hundagerði við Þróttheima

Hundagerði við Þróttheima

Það eru nú þegar komin upp nokkur hundagerði í Reykjavík, mín hugmynd er að bæta einu við fyrir neðan Þróttheima, á túninu hjá sparkvellinum.

Points

Ég fer oft með hundinn minn á þetta tún fyrir neðan Þróttheima. Þangað fara margir með hundana sína og sleppa þeim lausum. Það er mikið líf í kringum þennan stað, fólk að skokka og börn að leik, því væri upplagt ef hægt væri að lífga enn meir upp á staðinn með gerði svo hundarnir gætu haldið áfram að hittast áhyggjulausir og leika sér. Ég veit ekki til þess að öðrum vegfarendum finnist óþægilegt að hafa hunda lausa þarna, en allur er varinn góður!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information