Köld böð í sundlaugum Reykjavíkur

Köld böð í sundlaugum Reykjavíkur

Komið verði upp einföldum pottum með sístreymi af köldu vatni, svo hægt sé að fá sér kalt bað milli þess sem önnur aðstaða sundlauganna er nýtt. Köld og heit böð til skiptis hafa góð áhrif á vöðva og liði, geta dregið úr bólgum og er auk þess mjög frískandi fyrir þá sem treysta sér. Sundlaugin í Hveragerði leysti þetta með fiskikari sem rúmar auðveldlega einn mann og garðslanga liggur í karið. Auðveld og ódýr lausn.

Points

Góð þjónusta sundlauganna í Reykjavík yrði enn betri ef hægt yrði að bregða sér í kaldan pott, milli þess sem farið yrði í heitu pottana. Heitt og kalt bað til skiptis hefur góð áhrif á alls kyns bólgur í vöðvum og liðum og er hressandi viðbót við góða sundlaugarferð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information