Hraðleið á milli stúdentaíbúðana í Grafarholti og háskólanna

Hraðleið á milli stúdentaíbúðana í Grafarholti og háskólanna

Hraðleið á milli stúdentaíbúðana í Grafarholti og háskólanna

Points

Hér í Grafarholti er freykinóg af stúdentaíbúðum sem margar hverjar eru á almennum markaði m.a. þar sem stúdentar fást ekki til að búa svona langt frá skóla. Skiljanlegt í ljósi þess að til þess að komast héðan í fyrstu tímana á morgnanna, á réttum tíma, þá þarf að taka strætó t.d. frá Reynisvatnsvegi kl. 07:21. Þetta gengur t.d. ekki upp fyrir barnafólk þar sem leikskólinn byrjar ekki að taka inn börn fyrr 7:30 í fyrsta lagi. Hraðleið eða amk endurskoðun á áætluninni væri af hinu góða.

Þetta getur verið gert frekar auðveldlega með því að breyta leið 18 sem fer nú þegar fram hjá Öskjuhlíð. Ef 18 færi alla leið niður að nauthólsvík og síðan út á hringbraut framhjá HÍ væri málið að mestu leyst. þaðan gæti 18 brunað beint á Hlemm. Þetta myndi setja auka 5-10 mínútur inn í aksturstímann á leiðinni en ég er sannfærður um að reiknimeistararnir hjá Strætó geta fundið út úr því. Það er sorglegt að sjá að Nemendur vilja í mun minna mæli nota þessar íbúðir eftir að THí... seinna HR flutti úr Höfðabakkanum. Nú hef ég heyrt að Mikið af þessum íbúðum séu á almennum markaði sem er vitleysa að mínu mati enda henta þessar íbúðir sérlega vel fyrir þarfir námsmanna.

Það væri til dæmis mjög sniðugt ef 18 myndi ganga á korters fresti á álagstímum. Það myndi hjálpa mikið

Frá og með sunnudeginum 04.janúar 2015 byrjar leið 18 að keyra á 15 mín fresti á álagstímum. Kynnið ykkur tímatöfluna á straeto.is Jónas Jakobsson Vagnstjóri hjá Strætó BS

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information