Bættur útiklefi í Laugardalslaug

Bættur útiklefi í Laugardalslaug

Mig langar í þeytivindu í útiklefann í laugardalslaug, einnig fleiri sturtur og bætta skápa.

Points

Það sem gerir útiklefna svo frábæran er hvað hann er hrár og frumstæður en smá lúksus eins og þeytivinda lengra rennsli á vatninu og læsing á skapana mundi gera þessa aðstöðu fullkomna að mínu mati :)

Útiklefinn er alger vin í kraðaki laugarinnar og falin perla í borginni, það eina sem vantar upp á að aðstaðan sé fullkomin er góð þeytivinda fyrir sundfötin og fleiri og betri sturtur, jafnvel bara bætt vatnsrennsli og lengri tíðni í sturtunum. Eins væri ekki verra að geta gengið að skápum vísum sem hægt er að nota armbandið við.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information