Nýta auða svæðið á milli grafarvogs og vesturlandsvegar

Nýta auða svæðið á milli grafarvogs og vesturlandsvegar

Nýta auða svæðið á milli grafarvogs og vesturlandsvegar

Points

Á milli Folda- og Húsahverfis annars vegar og vesturlandsvegar hins vegar er stórt, autt svæði sem mætti fara að nota. Það mætti til dæmis planta trjám, útbúa áningarstað eða eitthvað í þeim dúr. Meðfylgjandi slóð sýnir kort af svæðinu.

Er þetta of bratt til að gera hjólabrettagarð - eða þrautabraut fyrir reiðhjól ? Svo má líka hugsa um hundagerði, eða einhverja útgáfu af Grasagarði.

Nýtum auða svæðið á hæðinni f. neðan húsahv.

Það mætti kannski setja upp einhverja útgáfu af grasagarði þarna.

það er ekki sama hvernig þetta svæði er nýtt. Það er fallegt útivistarsvæði og það mætti planta meiri trjám þarna og hugsanlega er þetta sniðugt reiðleiðasvæði sem og náttúrulega göngusvæði. Mér finnst líka sniðugt að hafa hesta á beit víða um Reykjavík, sérstaklega þar sem þeir sjást frá veginum. Það hefur góð áhrif á okkur borgarbúana.

Já, mér finnst það bara góð hugmynd að planta fleiri trjám þarna og hafa hesta þarna á beit.

Ekki bara hesta, líka kindur - náttúrlegar sláttuvélar koma sér vel, á meðan aðhald á annars konar garðyrkju er í gangi. Aðalmálið er að halda dýrunum á því svæði sem ætlast er til að þau séu á.

Það er ekkert autt svæði milli Grafarvogs og Vesturlandsvegar.

Er með hugmyndinni ef þú tekur út íbúabyggð. :) svæðið sjálft er mjög fallegt. mæli með að fólk gangi þarna. allt annað svæði en úr fjarska. en já það mætti allveg gera eitthvað HÓFLEGT við svæðið.

Já.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information