Ungmenni byrja að greiða skatta og útsvar þegar þau eru 16 ára og því ætti að fylgja réttur til að hafa áhrif á það í hvað þetta fjármagn fer og til að hafa áhrif á sitt nærsamfélag. Samhliða lækkun kosningaaldurs þyrfti að kynna vel þá ábyrgð sem fylgir því að kjósa og afhverju það er mikilvægt að nýta þennan rétt. Þetta gæti orðið til þess að ungt fólk verði almennt virkara í stjórnmálaumræðu og kosningum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation