Lækka gjaldskrá hjá strætó.

Lækka gjaldskrá hjá strætó.

Lækka gjaldskrá hjá strætó.

Points

Mér finnst að það ætti að endurskoða gjaldskrá strætó frá a-ö, þar sem kemur m.a. fram að ef að það er staðgreitt með peningum, kostar það 350 krónur, alveg sama á hvaða aldri maður er. Það finnst mér fáránlega dýrt, sérstaklega fyrir börn og unglinga. Mér finnst alveg nóg að verð fyrir börn gæti verið 100 krónur í mesta lagi og að unglingar og fullorðnir gætu t.d. borgað 200 krónur per manneskja, en ekki 350 krónur, það er út í hött.

350 krónur er stök ferð og hugsuð fyrir þá sem sjaldan nota ferðamátann. Ef þú notar strætó að staðaldri þá kaupir þú að sjálfsögðu ferðakort. T.d. með því að kaupa 9 mánaða strætókort greiðir þú c.a. 130 krónur á ferð m.v. að þú ferðist 5 daga vikunnnar, 2x á dag með strætó. Ef þú notar strætó meira, er þetta ennþá ódýrara. 130 krónur geta ómögulega talist hátt fargjald. Strætó á Íslandi er ótrúlega ódýr m.v. löndin í kringum okkur.

Það að færa kostnaðinn yfir á atvinnurekendur er núþegar mögulegt. Í sífellt meiri mæli eru atvinnurekendur að taka upp samgöngustyrki, en þessar 7000 krónur á mánuði sem má úthluta skattfrjálst í slíkan styrk duga vel fyrir ársnotkun í strætó. (sjá hlekk) Þessi tillaga er því bæði óþörf og ógagnleg, enda væri rekstrarumhverfi strætó gert ótryggara en nú er sem myndi koma niður á notendum þjónustunnar. Hugsa að öllum sé ljóst að við megum ekki við því.

tengist hugmyndinni : Strætógjöld á korti, líkt og í London

Á þessari tækniöld sem við lifum á - hvers vegna í ósköðunum eru ekki notuð margnota kort sem er fyllt á úr heimabanka, eða einfaldlega í áskrift ? Eitthvað hljóta kortin og miðarnir að kosta. Og með þeirri breytingu ætti að vera hægt að lækka staðgreiðslugjöldin. Um árið voru nemakort sem var lesið af, eru þau ekki enn til ? og lesararnir ? Af hverju er ekki hægt að nota þau ?

350kr. er ekki dýrt ef skoðaðar eru gjaldskrár í öðrum sambærilegum löndum og er ódýrara en bara startgjaldið í leigubíl. Strætó og Reykjavíkurborg hafa komið til móts við námsmenn með nemakortum svokölluðum. Þeir sem að nota strætó af einhverju ráði borga yfirleitt með miðum eða langtímakortum, sem er hagstæðara en stakt gjald. Fáir borga stakt gjald í strætó, líklega stærsti hópurinn sem styrkir strætó með stökum gjöldum eru ferðamenn... Ég nota eingöngu strætó til að komast leiða minna.

Almennt styð ég góðar og hagkvæmar almennings samgöngur. Það sem verður að hafa í huga þegar stungið er upp á tillögum sem hafa með sér aukinn kostnað - er hver á að borga. Eins og staðan er í dag er augljóst að þeir peningar koma ekki úr borgarsjóði Rborgar. Hins vegar er hjákvætt að ríkið ætlar að leggja milljarð á ári í einhver ár og vonandi verður síðan hægt að búa til sómasamlegar samgöngur á hagkvæmu verði.

http://betrireykjavik.is/ideas/2446-fritt-fyrir-skolafolk-i-straeto

Heyrðu fyrirgefðu, 350 kr. er bara víst dýrt. Það er haugalygi að það teljist ódýrt. Ég má hafa mína skoðun á þessu máli. Maður borgar ekki 350 kr. í strætó.

Almenningssamgöngur ókeypis fyrir alla en kostnaðurinn við rekstur verði fluttur yfir á raunverulega notendur, það er að segja fyrirtækin og opinbera aðila. Líklega eru notendur almenningssamgangna námsfólk. fólk á leið í vinnu eða til að eiga viðskipti við fyrirtæki eða opinbera aðila. Það er því greinilegur hagur fyrir fyrirtækin og hið opinbera að greið og ódýr leið sé í boði fyrir viðskiptavini, þá má meta minni innflutning á eldsneyti og minna gatnaslit sökum minni aksturs einkabíla ofl

Það er allra hagur að sem flestir noti Strætó. Það er t.d. mjög óeðlilegt hvað margir framhaldsskólanemar mæta á bílum í skólann. Það er alltaf verið að bæta bæði leiðakerfið og ýmislegt annað varðandi Strætó en það er enn nokkrir hlutir sem þarf að skoða til að ná til fleiri. Ég tel að það þarf að lækka kostnaðinn allavegana fyrir námsfólk og svo væri flott ef að vinnustaðir myndu kosta strætókort fyrir starfsfólk sitt. Það væri kannski hægt að láta árskort af Strætó fylgja með fullu námi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information