Strætisvagnar gangi lengur á kvöldin

Strætisvagnar gangi lengur á kvöldin

Strætisvagnar gangi lengur á kvöldin

Points

Hæ Hvernig er hægt að réttlæta það að strætisvagnar gangi ekki lengur en til rúml. 22 t.d. Síðasti vagn frá Hlemm í Mos er kl:22:18. Ég tók afstöðu síðastliðið vor og seldi bílinn minn og keypti mér hjól, ég sé ekki eftir því en ég á erfiðara með að komast í bæinn t.d. í bíó, á leiksýningar, tónleika, sækja vinnu og þetta er langt að hjóla. Mig langar ekki að kaupa mér bíl og ég vona að samgöngur verði bættar á kvöldin svo ég geti stundað umhverfisvænann ferðamáta áfram of verið góð fyrirmynd :)

Er ekki komið nóg af þessum endalausu breytingum hjá strætó sem skerða niður þá þjónustu sem strætó hefur uppá að bjóða. Þetta er fyrir löngu komið niður á okkur sem viðskiptavini strætó og þessar endalausu og neikvæðu breytingar hafa valdið því að við höfum minni áhuga á að nota strætó. Þetta er fyrir löngu komið uppí kok á okkur sem eru viðskiptavinir strætó. Það að strætó hætti of snemma á kvöldin, eða kl. 22., það er ekkert vit í slíkri þjónustu. Strætó þarf að ganga lengur á kvöldin!

Af tiltölulega löngum lista yfir úrbætur á strætókerfinu sem fólk vill sjá (aukin tíðni, betri upplýsingar í biðskýlum, bílstjórar geti skipt pening, næturstrætó, o.s.frv.) þá held ég að þetta eigi að vera efst á forgangslistanum. Það er sorglegt að stofnanir í almannaeigu eins og t.d. Landspítalinn þurfi að leggja út í aukinn kostnað til að starfsfólkið komist heim á kvöldin af því að það þarf að spara í annarri stofnun í almannaeigu (strætó).

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information