Að takmarka eða banna vissar hundategundir í borginni

Að takmarka eða banna vissar hundategundir í borginni

Að takmarka eða banna vissar hundategundir í borginni

Points

Já til eru þá hundaeigendur sem eru vanhæfir til hundahalds. Það breytist líklega aldrei. En hundategundir eru að upplagi misjafnar hvað bæði þessi atriði varðar, einfaldara er að banna þessar tegundir heldur en að reyna að fyrirbyggja hundahald þessa fólks. Það á ekki að útsetja börn í borginni fyrir hættulegum hundategundum hvort sem þær séu í höndum réttra eða rangra aðila. Til hvers að taka áhættuna?

Að banna þær hundategundir sem eru þekktar fyrir gelt-gleði og árásarhneigð. Hundagelt er hvimleið hávaðamengun í þéttbýli. Margir geta orðið fyrir ónæði af einum gelt-glöðum hundi. Ánægjan af því að eiga hund þarf ekki að takmarkast, enda eru margar hundategundir þekktar fyrir lítið gelt. Tilgangurinn með því að leyfa hundategundir sem þekktar eru fyrir árásargirni með öllu óskiljanlegur. Börnum í borginni ber hætta af þessum hundum, en mörg dæmi eru um að reglur um lausagöngu hunda séu brotnar

Finnst við hæfi að vekja athygli á þessari hugmynd eftir umfjöllun um að þekkt persóna varð bitin af lausum hundi. Og athugið hún er þekkt, þess vegna kemur þetta í fréttirnar, bakvið hana er eflaust slatti af óþekktu fólki sem hefur verið bitið á árinu. Ég þekki sjálf konu sem lenti í stórum hundi (hún var að verja eigin hund) og hún fótbrotnaði við áreksturinn. Var frá vinnu í margar vikur. Stóri hundurinn var auðvitað laus. Það er greinilega ekki hægt að treysta því að hundaeigendur fylgi reglum um að hafa hunda í bandi. Og hvað er þá hægt að gera? Ég tek það fram að mín fjölskylda á hund, ég er ekki á móti hundum, en þar sem margir virðast ekki geta fylgt reglum sem settar eru hlýtur maður að spyrja sig hvort það verði þá ekki að takmarka eign á tegundum sem eru þekktar fyrir árásargirni sem síðan nær að sjálfsögðu til þessara ómögulegu hundaeigenda. (eða geltgleði ef því er að skipta, ég á einn þannig nágrannahund, gjörsamlega óþolandi).

Árásagjarn eða sí-geltandi hundur eru ávísun á eiganda sem ekki kunna með hund að fara. Þá er hundurinn orðinn leiðtogi fjölskyldunnar og hlutverk hans - sama af hvaða hundakyni hann er - er að verja sitt yfirráðasvæði.

Ef það er viðmiðið, þarf að banna alla chihuahua.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information