Götublað sem heilimislaust getur selt til að afla sér tekna

Götublað sem heilimislaust getur selt til að afla sér tekna

Götublað sem heilimislaust getur selt til að afla sér tekna

Points

Honest living!

Götublað sem heimilislausum biðist að selja til að afla sér tekna. Blöðin myndu fjalla um götumenningu og væru skrifaðar að einhverju leiti af fólki í slæmri stöðu og tekjurnar af sölu blaðsins rynnu í vasa seljandanna. Hér má finna fleiri upplýsingar um þetta fyrirbrigði: http://en.wikipedia.org/wiki/Street_newspaper

Samhjálparblaðið er álíka blað - gefið út af félagasamtökum, en nýtist ekki til sölu. Að auki - má benda á að það er varla raunhæft að pæla einhverja "ljósritunarútgáfu" á þessum forsendum. Ég sé ekki alveg annars að þetta séu "rök á móti" sem þú setur fram hér - bendi á að eðlilegra sé að setja svona komment inn sem umræður um rök annarra! Bestu kveðjur!

Hér er t.d. blaðið sem er til sölu í Gautaborg. Mjög áberandi http://en.wikipedia.org/wiki/Faktum

Þetta er hugmynd sem væri vert að skoða hjá frjálsum félagasamtökum. Mörg samtök fá styrki frá ríki og sveitarfélögum sem gætu m.a. nýst í ljósritunarkostnað við svona útgáfu.

Legg til að vefurinn Betri Reykjavík, hugmyndirnar sem þar koma fram í hverjum mánuði, framgangur og ferli þeirra geti verið meginefni blaðs eins og þessa til móts við efni sem ábyrg ritstjórn velur - sem varpar ljósi á málaflokk utangarðsfólks, reynslusögur þeirra o.s.frv. - eins og tíðkast í öðrum löndum. Vek athygli að Samhjálparblaðið er til en hefur ekki hlotið dreifingu á þessum forsendum. Kannski því að markaður fyrir "utangarðsblað" eingöngu er ekki nægilega stór í fríblaðalandinu?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information