SPENNISTÖÐIN sem Félags-og menningarmiðstöð

SPENNISTÖÐIN sem Félags-og menningarmiðstöð

Points

Þarna standa ónotuð mikil dýrmæti. Dýrmæti í merkingunni HÚSNÆÐI sem er virkilega þörf fyrir bæði fyrir Austurbæjarskóla og einnig hans félagsverur. Hætta skapast gagnvart þeim sem lifa og starfa innan lóðar skólans þegar verið er að flytja hluti inn og út úr húsinu. Afnot orkufyrirtækisins okkar af þessu húsnæði á þessum stað eru stórfurðuleg að mínu mati og hljóta að standa á einhverjum gömlum merg! Merg sem er kannski ekki nauðsyn fyrir lengur!

Skoðið þessa frábæru hugmynd!

Kæru Reykvíkingar. Hjálpið mér að koma þessu máli í formlega umræðu í borgarstjórn. Félagsmiðstöðin í Austurbæjarskóla er nú í þröngu risi í skólanum. Þar er svo loftlaust þegar góð mæting er á böll að það hefur komið fyrir að það líði yfir börn. Spennustöðin sem er samföst skólanum stendur auð og er spennandi húsnæði sem myndi geta þjónað ungmennum o.fl. á öllum aldri í borginni. Þetta gæti breytt miklu fyrir ungmenni í hverfinu og ég veit að borgarstjórn er ekki sama um þau.

101 hefur aldrei haft félagsmiðstöð. Hlemmur og kúluspilasalir komust næst því þegar ég var á félagsmiðstöðvar aldri.

Það vantar alveg svakalega mikið stærra og betra húsnæði fyrir unglinga og ungt fólk í miðbæ Reykjavíkur. Staðirnir sem við höfum til að stunda félagslífið og annað sem viðkemur til dæmis listum eru mjög takmarkaðir og eru einfaldlega ekki nógu stórir og góðir. Dæmi um það er t.d að núna erum við nemendur í Austurbæjarskóla að æfa okkur fyrir Skrekk en höfum ekki nægt gólfpláss til að æfa almenninlega. Mér líst gríðarlega vel á þessa hugmynd og ef allir vinna vel saman gæti þetta gengið vel!

Og þarna er líka gamla heilsuverndarstöðin, hvað á að koma þar ? var það sameinað embætti landlæknis og lýðheilsustöðvar ? Eru ennþá áform um að sameina heilsugæslustöðvarnar í bænum. Gamla Heilsuverndarstöðin tilvalin fyrir sameinaða heilsugæslustöð miðborgar hlíðar. Heilsuverndarstöðin er í miðju hverfisins Miðborg-Hlíðar. Þarna ætti auðvitað að vera kjarni þjónustu við alla íbúa í hverfinu.

sem skerða útivistarsvæði nemenda skólans. Þess í stað eiga menn vitaskuld að nýta þetta rými sem stendur ónotað. Rýmið hentar vel fyrir félagsstarf unglinga. Það er skammt frá boltavöllunum. Núna eru fáein kapalkefli í eigu OR geymd í húsnæðinu. En slíkur varningur kallar á þungaflutninga sem þá þurfa að fara um lóð skólans. Það fer alls ekki saman þó trukkaheimsóknirnar séu fátíðar. Þessi hugmynd er margra ára gömul og til þessa hafa menn aldrei fundið neitt annað en jákvætt við hana.

fyrir íbúa, börn og ungt fólk í miðborg

Gefum spennistöðinni nýtt líf sem félagsmiðstöð, tómstunda og tilraunamiðstöð ungs fólks í miðborg, þar sem áhersla er lögð á að börn og ungt fólk geti þroskað hæfileika sína í öruggu umhverfi og gert tilraunir með það sem hugur þeirra stendur til. Spennistöðin yrði tilrauna- og átaksverkefni, bæði hvað varðar uppbyggingu, starfsemi og samnýtingu. Forgangsröðum framkvæmdum í þágu barna og ungs fólks.

"Meira pláss fyrir ungu kynslóðina INNANDYRA"

Klassaverkefni!!

Maður hélt alltaf að það væri eitthvað voða mikilvægt þarna inni - en standi þetta autt og ónotað er þetta náttúrulega ideal rými! Glæsileg hugmynd! Svo á auðvitað að virkja svæðið fyrir framan aftur sem verkefni ungra listamanna - með hámenningar-götulist... Allt myni þetta samtengjast!... Að endingu ætti auðvitað Þjónustumiðstöð *Miðborgar og Hlíða að flytja í Vörðuskóla og þá yrði þetta æðislegt svæði!

Spennistöð OR stendur ónotuð á lóð Austurbæjarskóla. Hún er 385 fm og lofthæð er 6-7m með millilofti yfir hluta húsnæðisins yrði það um 600 fm. Tilvalið er að henni verði breytt í félags- og menningarmiðstöð auk þess sem skólinn fái afnot að húsnæðinu fyrir ýmsa starfsemi sem nú er á hrakhólum. Aðstaðan gæti einnig nýst fyrir tónleika, leiksýningar,dansleiki, listasmiðjur, íbúasamtök, frjáls félagasamtök og átthagafélögum útlendinga til fundarhalda og annarar starfsemi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information