Hættið að setja sand á gangstéttar

Hættið að setja sand á gangstéttar

Hættið að setja sand á gangstéttar

Points

Þegar það tekur að vora þá virkar sandur á gangstéttum eins og svell fyrir þá sem hlaupa og hjóla á gangstéttum. Alltof oft eru gangstéttir ekki hreinsaðar á vorin (eins og t.d. núna) og því er sandurinn á þeim stórhættulegur þeim sem ferðast um þær á einhverri ferð.

sandur í snjó gerir stundum gagn , ef það snjóar ekki meira td þá er sandurinn efst þegar snjórinn þjappast af gangandi og hjólandi, og ef það snjóar meira þá kemur sandurinn í ljós síðar þegar hlánar og þá er minna hált.

Það mætti draga stórlega úr sandnotkun á göngustígum á veturna. Núna eru allir stígar sandbornir í hvert einasta skipti sem þeir eru mokaðir óháð því hvort einhver hálka sé á þeim eða ekki. Að ausa sandi í óþjappaðan snjó gerir ekkert gagn. Þegar hlánar og svell myndast eða það kemur ísing eftir rigningu er svo ekkert sandborið þó það séu í raun einu skiptin sem virkilega þarf að gera það.

Sandur í snjó gerir það einmitt að verkum að hann þjappast ekki.

Ég get ekki ímyndað mér að nokkur vilji fórna því að fá sand á gler hálku á veturnar fyrir að þurfa að labba á sandi í nokkra daga þegar vorar. Augljóslega er sandur á malbiki ekki jafn stamt og autt malbik en hált er það ekki, ekki frekar en ómalbikaður göngustígur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information