Ærslabelgur í Árbæ

Ærslabelgur í Árbæ

Ærslabelgir eru vinsælir hvar sem þeir eru og hvetja börn til að vera úti og hreyfa sig. Í Hraunbænum og eru margir stórir, tómir grasbalar sem eru tilvaldir undir ærslabelg.

Points

Gerir hverfid meira adladandi og skemmtilegt

Ég veit að mín börn sækja mikið í ærslabelgi og það myndi stuðla að meiri útiveru og heilbrigðari hreyfingu barna í hverfinu

væri gott að hafa eitthvað fyrir börnin

Allir hafa gaman saman

Væri æði að fá æslabelg í árbæinn

Vantar svona belg í hverfið

Ærslabelgir draga krakka út að leika sér

Frábært fyrir börnin!

Alveg brýn nauðsyn til að auka útivist barnanna í hverfinu. Veit ekki hversu oft við höfum farið á bílnum yfir í önnur hverfi til þess eins að fara á ærslabelg.

Öll börn elska Ærslabelgi og þeir eru frábærir fyrir fjölskyldur að koma saman og eiga gæðastund. Erum nýflutt i Árbæinn úr Mosfellsbænum þar sem nýverið var settur upp Ærslabelgur á Stekkjaflöt. Það er einhver best heppnaða framkvæmd sem bærinn hefur staðið að.

Væri gaman að útbúa svæði með ærslabelg og fleiri leiktækjum og jafnvel útigrillaðstöðu og bekkjum svipaðri þeirri aðstöðu sem er í Mosfellsbæ og í Guðmundarlundi. Staður sem öll fjölskyldan getur unað sér saman í góðu veðri. Margir staðir mögulegir, td við hliðina á strandblaksvellinum við sundlaugina

Nóg af auðu plássi og fjölmennt hverfi með mörgum börnum. Svona belgir er holl losun fyrir ærslafull börn, flott æfing í fimi og hvetur til jákvæðar hópamyndunar.

Öll börn elska ærslabelgi. Það eru nóg af stórum tómum grasbölum í Árbænum sem myndu henta undir ærslabelg. Hvetur börn til að vera úti og fá góða hreyfingu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information