Opið nefndarstarf með útvíkkun á netinu

Opið nefndarstarf með útvíkkun á netinu

Opið nefndarstarf með útvíkkun á netinu

Points

Umræðan á vef Stjórnlagaráðs var oft til að dýpka eða varpa nýju ljósi á málefni nefnda. Í okkar litla landi þurfum við að vinna saman til að ná fram bestu hugmyndum og lausnum. Þessi vefur er stórt skref, svo er bara að halda áfram og prjóna þetta enn frekar inn í stjórnsýsluna.

Ætli það sé ekki réttast að lýsa þessu aðeins betur ef málið fer í vinnslu um næstu mánaðarmót. Ég sé fyrir mér að dagskrá nefndarfunda verði gerð aðgengileg á vefnum 1-2 dögum fyrir fund. Þá væri í boði að setja inn athugasemdir við dagskrárliði áður en fundur hefst og eftir að fundargerð hefur verið rituð. Þannig hefðu bæjarbúar tækifæri til að taka virkan þátt og fulltrúar jafnvel óskað eftir umsögn almennings fyrir fundi. Þetta er frekar þurrt svona: http://bit.ly/rJUul5

Kynnið ykkur áhugaverða hugmynd!

Þessi vefur er tæpast vikugamall. Engu að síður eru nú þegar nokkur hundruð manns virkir og tillögur skipta tugum ef ekki hundruðum. Þetta er lygilegt og gleðilegt. Það hvarflar ekki annað að mér en að borgarstjórn, sem og ráð og nefndir borgarinnar, muni taka allar tillögur sem uppfylla leikreglurnar alvarlega. Það þýðir auðvitað ekki að allar óskir okkar uppfyllist - en málin komast á dagskrá og dropinn holar steininn. Sumar tillögur eru vafalaust svo góðar að borgin gleypi þær á staðnum, aðrar reynast kannski óraunhæfar, en þá með rökstuðningi borgarinnar fyrir höfnun. Lýðsprottnar hugmyndir munu fá málefnalega umfjöllun í borgarapparatinu. Það er fyrir mestu.

Opnum allt upp á gátt

Áhugaverð hugmynd!

Fundir eru til margs brúklegir en það er líka svona sýndarvettvangur. Það er allavega ljóst að sumir kjósa að nota fundi til að koma sínum skoðunum á framfæri. En aðrir myndu kjósa aðrar aðferðir. Kosturinn við vinnslu í svona umhverfi er að umræðan er skjalfest og getur fengið góðan tíma til að þroskast.

Ég er sammála en vill benda á að oft hefur verið reynt að framkvæma þessa hugmynd í ýmsum útfærslum sem allar dóu drottni sínum sökum þess að stjórnvöldin sem yfirleitt áttu frumkvæðið enduðu með að taka aldrey mark á því sem almeningur hafði fram að færa.

Rétt Sigurður. Það sem hjálpaði til hjá Stjórnlagaráði var að margir fulltrúanna voru virkir í umræðunni og við gættum þess að svara öllum spurningum. Það var í raun engin trygging fyrir því að ummælin rötuðu beint inn á nefndarfundi en þau höfðu vissulega áhrif á starfið og sum skiluðu sér alla leið í frumvarpið. Vandamálið hjá okkur á Íslandi er skriffinskan og regluverkið. Eins og ég skil það þá myndast heilmikil lagaleg ábyrgð af því að halda úti svona opinni umræðu. Málið er að létta á því og gefa þeim fulltrúum sem eru þó virkir á netinu verkfærin til að vinna vinnuna betur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information