útiskýli fyrir útigangsmenn

útiskýli fyrir útigangsmenn

útiskýli fyrir útigangsmenn

Points

Ég hef sent bréf til borgarstjóra um hugmynd af útiskýli fyrir útigangsmenn....upphitað skýli þar sem að aðgangur er að borðum, stólum, og klósetti. Skyli þar sem að útigangsmenn geta sitið á daginn þegar gistiskýlið er lokað. Skýli sem þeir geta sitið inni .

Min hugmynd er að gera utiskyli sem er staðsett miðsvæðis, Skýli sem er með borðum, stólum, ruslatunnum, kamar og vel heitt þar inni. Skyli sem væri alltaf hægt að fara i þar að segja væri alltaf opið. Min hugmynd var að rauðakross bílinn myndi vera þar 2 i viku og læknir myndi fara þangað lika 2 i viku þa gætu utigangsmenn raðfært sig við lækni um heilsufarsvandamal.

eðlinu samkvæmt, ef við stokkuðum spilin og gefum aftur (því það var vitlaust gefið) þá ætti hver íslendingur að hafa aðgang að 33 ha lands (100.000 km2 /300.000 manns) en vegna þess hve allir eru í djúpum transi yfir fötum keisarans þá eru það nokkur þúsund manns sem telja sig eiga allt landið og æ fleir erlendir trillar bætast í þann hóp... sem eru þjóðarsvik... svo ég vorkenni borginni ekkert með að ríða á vaðið með þetta... landið til fólksins og ræktunarþekking til allra, þar er grundvöllur heilsulegrar nú og framtíðar og í beinni þekkingu á náttúrunni

Mér finnst þetta mjög góð athugasemd hjá Tryggva Gunnari Hansen

Styð þessa hugmynd. Miklu skýrari en fyrri hugmyndir um sama efni.

rannsóknin felst í að sjá hvernig íbúarnir sjálfir leysa sín samskipti og hvernig samráð verður til sjálfsprottið og hvaða venjur verða að hefðum

finnst ekki nóg að hafa skýli.. en það er betra en ekki og má byrja á því... jafnvel fleiri en eitt og fleiri en tvö.. í danmörku eru svona skýli oft búin til með vögnum samtengdum með klóset, bað og þvottaaðstæðu og svo eldhús og smá borðstofu... þetta sá ég á Amager og er víst víða þar... þar sat oftlega hópur og drakk öl og þar var laglegur garður umhverfis með alskonar list... allt unnið af einhverjum hugsjónamönnum og kannski drykkjumönnonum sjálfum líka mikið til og borgaryfirvöldum, hverfisdeild... en útvíkkunin sem ég er að tala um tengist hugmynd um að skapa einhverskonar aðstæður innan borgarmarka í tengslum við þessi skýli (sem hafa frammi upplýsingar um þann nýja möguleika þar) "útigangsmanna" (innan gæsalappa því þetta er frekar loðið hugtak fyrir mér) sem gefur fólki sem ekki finnur sig í þessu fárveika samfélagsformi sem við lifum í möguleika á að byggja sér skýli sjálft og hafa garð þar í kring og þannig verða óháðara og kannski jafnvel bara í lagi og engum til ama. Semsagt að skapa frjálslega skipulagt vistvænt "flóttamannaþorp" einhverstaðar þar sem er nokkuð gott um pláss... held þetta gæti jafnvel verið lækning fyrir marga frá því þunglyndi sem "útigangandi" fólk býr við og er orsök þessa ástands í grunnin

Þarf endilega að vera annaðhvort eða? Getur ekki verið hjólaskýli OG gott skýli fyrir útigangsmenn. Á fólk með mismundandi bakgrunn og fjárhagsaðstæður ekki að fá stað til að geyma hjólin sín bara af því að það er ekki búið að gera betur við útigangsfólk? Hvar er röksemdin í því? Og þér að segja þykir mér gríðarlega fordómafullt að stimpla hjólafólk sem "ríkt fólk", þú talar um vel efnað fólk sem fólk sem vegur minna í samfélaginu heldur en aðrir. Eiga ekki allir að vera jafnir í samfélaginu? Og fyrir utan það, hafa gríðarlega margir hafa valið sér hjól og strætó sem fararkost, ef það er möguleiki fyrir það, einmitt afþví að það er ódýrt og umhverfisvænt. Auðvitað á útigangsfólk mannlegan rétt á betri lífsaðstæðum, það liggur í augum uppi. En að fjarlægja einn hlut sem bætir aðstæður í miðbænum fyrir stóran hóp fólks gerir ekkert betra fyrir skýli fyrir útigangsfólk.

Mjög góð hugmynd og Danir eru mun framar en við í að þjónusta "útigangsmenn" og "fíkla" Það sem mér finnst t.d. mjög sniðugt í Danmörku er að það er hópur af fagmenntuðu fólki sem inniheldur m.a lækna, hjúkkur og félagsráðgjafa sem ganga um reglulega þar sem þessi hópur fólks heldur sig og útdeila þar hreinum nálum, sprautum og veita þá læknisaðstoð og ráðgjöf sem það getur og fólk vill taka á móti. Einnig geta sprautufíklar farið á ákveðinn stað daglega og fengið þar skammt af e-u lyfi sem kemur í stað fyrir eiturlyf, veit ekki hvað það heitir... Oftar en ekki þá stundar fólk ýmsa glæpi til að fjármagna neyslu og er að nota sömu nálarnar sem er stórhættulegt. Það að bjóða uppá þetta dregur úr glæpum og stórminnkar smithættu og sýkingar á meðar sprautufíkla. Nú er húsnæði í Njarðvík sem heitir FIT og þar eru ólöglegir innflytjendur "geymdir" á meðan unnið er í þeirra málum sem getur tekið ansi marga mánuði, veit ekki hvort þeir borga leigu en þeir fá einnig framfærslupening mánaðarlega sem er hærri en eldri borgarar fá, kom fram í e-u blaðinu ekki alls fyrir löngu. Afhverju er ekki hægt að hafa slíkt húsnæði á Reykjavíkursvæðinu þar sem hægt er að leigja herbergi fyrir lítinn eða engan pening og þar yrði þá sameiginleg salernisaðstaða og eldhús. Hægt yrði að hafa starfsmann/umsjónarmann með þessu ásamt því að það kæmi fagmenntað fólk þangað reglulega og sinnti fólkinu. Ég leyfi mér að efast að þessir einstaklingar leiti læknis nema í ítrustu neyð og varla þá því miður. Allir einstaklingar sama hvernig þeir lifa hvort sem það er val eða ekki eiga að fá sómasamlega meðhöndlun, komið fram við þá af virðingu og kurteisi þó þeir passi ekki inní þennan "ramma" sem er viðurkenndur hérna. það er hægt að gera alveg heilan helling til að aðstoða þessa einstaklinga án þess að kosti meira en margt annað sem er verið að leggja fé í, það er bara spurning um að forgangsraða.

en bara ekki búa til reglur... bara opna land og gefa séns á endurnýtingu efnis. Láta þetta gerast að sjálfusér.. það er grunnhughugmyndin að svosem ekkert þarf að gera nema vera styðjandi og jákvæður.. alveg í anda við ykkur í brúnni :-) það er þessi sjálfspretta sem barist hefur verið gegn.. nú er kominn tími til að sjá og læra

ja ég árétta þessa hugmynd og bendi á að í raun þarf fyrst og fremst landssvæði og gott að leyfa öllum að byggja kofa þar sem vilja... plús við það er m.a. sá að þannig verður aðstaða fólks sýnileg... menn fá að tjá sig með því sem aðstæður bjóða uppá og það skapar samskipti comunikasjón... brú skilnings og um mikil útrás og þörf fyrir útrás... sum kofagarðsvæðin geta verið sköpuð af krökkum líka og allskonar fólki... eldra fólki.. utangáttar og þetta skapar allt mikil samskipti.. kjarnar þróast.. það má sjá þetta einsog rannsókn.. hvað gerist ef allir fá ókeypis garð og meiga gera kofa að vild? já gott að gefa úr sorpu afgangs við.. bara losa þarna... og þá gerist þetta af sjálfu sér... bara fylgjast með og já útigangsmenn fara líka í þorpið sumir ... margir og verða bara eðlilegir og einsog heima hjá sér... og já það má gera frábæra filmu um þetta í leiðinni bara með því að leifa.. án kostnaðar og mikilir ávinningar í félagsfræði og hamingju og betri heilsu... mörg bros.. ekkert að óttast.. (óttinn er þegar löngu hér og mesta áhættan efann fer)

hvað má ekki setja inn vídó?www.youtube.com/watch?v=Qy6cs0h4_74&feature=share

ég er með hóp á facebook undir hvatning til borgaryfirvalda og velferðarráðs útiskýli fyrir útigangsmenn

Mér finnst það segja sig sjálft og eigi þurfa koma með rök fyrir því að koma með skjól fyrir fólk sem hefur ekki húsaskjól, hvort sem við köllum það útigangsmenn, róna eða ógæfufólk. Okkur ber skylda til að hjálpa meðbræðrum okkar og þegar þörf er á slíku úrræði þá á að bregðast við því nú þegar, ég tel að hægt væri að koma upp slíku skýli með öllu sem þarf fyrir lokun skrifstofutíma á morgun. N.B. þyrfti vilja til þess, skora ég á borgarstjóra að drífa sig í því að klára málið.

Bráðnauðsynlegt að koma þessu málefni á laggirnar. Það þarf gistiskýli sem tekur alla þá heimilislausu sem þurfa húsaskjól. Gistiskýlin sem eru í boði í dag rúma ekki alla þá heimilislausu í borginni. Ég sé fyrir mér að opnaður verði einhversskonar lítill salur, eða rými. Þar væri hægt að fá súpu, brauð, dýnu og teppi. Þetta þarf ekki að kosta mikið og örugglega mikið um sjálfboðaliða sem eru tilbúnir að starfa fyrir þetta málefni.

að hafa hús með rennandi vatni eða einhverju svoleiðis og rúmum það þarf ekki að vera svo dýrt

Hugsum út í þetta.. viljum við frekar að það hangi í strætóskýlunum þar sem almenningur væri til í að setjast niður og bíða eftir strætó ?

Mér finnst það segja sig sjálft og eigi þurfa koma með rök fyrir því að koma með skjól fyrir fólk sem hefur ekki húsaskjól, hvort sem við köllum það útigangsmenn, róna eða ógæfufólk. Okkur ber skylda til að hjálpa meðbræðrum okkar og þegar þörf er á slíku úrræði þá á að bregðast við því nú þegar, ég tel að hægt væri að koma upp slíku skýli með öllu sem þarf fyrir lokun skrifstofutíma á morgun. N.B. þyrfti vilja til þess, skora ég á borgarstjóra að drífa sig í því að klára málið.

Ég má bara til að leggja orð í belg hér,var mjög hissa að velferðaborginn Reykjavík (eða svoleiðis er verið að reina að auglýsa hana) gæti ekki séð af nokkrum aurum í útiskýli fyrir fólkið sem á ekki þak yfir höfði sé.Sér í lagi þegar er verið að sópa fólki í hundruða tali á götuna,en ég má bara til með að spyrja,er ekki hægt að taka 2% af þeim aurum sem er sópað í þessa blessuðu Hörpu og koma upp útiskýli.Ég meina það væri örugglega hægt að fáeinhvern til að taka nokkrar aríur þar.

Í velferðarsamfélagi eiga allir að hafa öruggan næturstað. Öryggi gagnvart kulda og ofbeldi götulífsins. Ef slík þjónusta er ekki nú þegar í boði ríkis eða borgar þá ber okkur að setja hana upp. Öryggisnetið kringum útigangsfólk á að fela í sér lágmarks mannréttindi s.s. öruggt athvarf, aðgang að fæði, félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Þegar umgjörðin er komin upp gefur það samborgurum tækifæri til að gefa af sér í virkri samfélagsþjónustu, eins og þekkist víða erlendis, með vinnu og gjöfum

Erum við íslendingar orðnir það lágt sett þjóð, að rígurinn milli þeirra ríku sem eitthvað hafa og þeirra sem lítið eða ekkert hafa sé orðinn svona mikill? Erum við virkilega á þeim stað, þar sem fjármunum borgarinnar er frekar eytt í reiðhjólaskýli við Kolaportið í stað þess að mögulega bjarga mannslífum? Mér finnst að við ættum ekki að refsa þessu fólki sem lítið eða ekkert á, því þú getur ekki dæmt bókina af kápunni. NIÐUR MEÐ HELV* REIÐHJÓLASKÝLIÐ! BJÖRGUM FREKAR VÍKINGUM EINS OG LOFTI!!!

Við þurfum að hugsa um fólkið okkar! Þetta eru frændur okkar, feður, mæður, systur.....

Væri ekki nær að búa til almennilegt skyli eða hús fyrir fólkið. Heldur en að búa til og opna fleyrri hótel !!!!!!!!!!

það virðist ekki skipta neitt voðalegau máli hvað er komið með af góðum hugmyndum ef heldur ekkert er svo rætt saman og þeim enginn virðing sýnd sem koma með góðar hugmyndir og slík vanvirða leiðir til þess að "blómin þorna".. fræ spíra ekki án vökvunar.. http://www.youtube.com/watch?v=Qy6cs0h4_74&feature=share

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information