Betri nýtingu skíðasvæða innan borgarmarkanna

Betri nýtingu skíðasvæða innan borgarmarkanna

Betri nýtingu skíðasvæða innan borgarmarkanna

Points

Síðustu ár hafa skíðasvæði innan borgarmarkanna (í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi) ekki verið nýtt sem skildi. Oft hefur það komið fyrir að nægur snjór er á höfuðborgarsvæðinu en skíðalyfturnar ekki opnar. Þegar haft hefur verið samband við borgaryfirvöld hafa svörin verið að lyfta sé biluð, ekki sé nægur snjór eða enginn starfsmaður til taks. Skíðaiðkun er mjög háð nægum snjó og því er það sorglegt að tækifærin séu ekki notuð þegar þau gefast. Börnin eiga skilið að fá að læra á skíði/bretti!

Þar sem það snjóar ekki nema þrjá daga á ári eða svo hér í borg rigningar og roks, þá er sennilega ekki kostnaðarlega hagkvæmt að hafa starfsfólk á launskrá allan veturinn til að bíða eftir þessum þremur dögum til að fara að vinna á skíðasvæðum innan borgarinnar, né er sennilega vinnandi vegur að viðhalda þessu dóti fyrir þessa örfáu daga. Væri ekki gáfulegra að eyða peningum í að betrumbæta eða byggja upp ný skíðasvæði utan borgarinnar sem HÆGT er að reka, svo skíðafólk þurfi ekki að keyra norður á Akureyri um hverja helgi til að æfa?

Ég ólst upp í Breiðholti og er þar oft gestkomandi. Ég veit að það eru mun fleiri dagar en 3 sem nægur snjór er til staðar svo hægt sé að opna skíðalyftuna þar. Það þarf nefnilega merkilega lítinn snjó til þess enda brekkan gróin og fín. Ég trúi því að það sé hægt að haga því þannig að starfsmenn sem eru þegar að vinna hjá borginni sinni þessum verkefnum þegar þau koma upp og því þurfi kannski ekki að ráða fullt af fólki sem þarf svo að stara út í loftið þess á milli. Staðreyndin er líka sú að skíðaíþróttin er ekki á ráði allra. Sú tíð er liðin að samgöngur upp í Bláfjöll séu eins góðar og kannski fyrir 20 árum. Þá hoppuðu margir krakkar upp í rútu eftir skóla og brunuðu á skíði. Það kostar bæði mikið að skutla krökkum upp í fjöll, kaupa handa þeim dagspassa og sjá til þess að þau eigi skíðagræjur. Með því að gera skíðaíþróttina aðgengilega í hverfinu þá auðveldar það byrjendur að feta sín fyrstu spor.

Það er búin að vera snjór í nokkra daga núna......

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information