Breyta Hringbraut vestan Njálsgötu

Breyta Hringbraut vestan Njálsgötu

Breyta Hringbraut vestan Njálsgötu

Points

Umferð til og frá háskólasvæðasvæðinu gæti farið um Njálsgötuna austan við Vatnsmýri. Hringbraut vestan Njálsgötu væri þá aðeins með eina akreina í hvora átt, með 50 km hámarkshraða. Akreinar sem losna mætti gera að sérakreinum strætó. Utan við það væru hjólastígar (pláss skapast við að fjarlægja umferðareyju). En hvert fer bílaumferðin? Svona breytingar gætu t.d. dregið úr bílanotkun háskólanema. Ökumenn þurfa aðallega bara að sætta sig við að keyra hægar um þetta svæði. Ekki flóknara en það!

Áttu ekki við Njarðargötu frekar en Njálsgötu? Ég var einmitt búin að setja inn sömu hugmynd sem heitir; Lækka hámarkshraða Hringbrautar milli Sæmundar og Suðurgötu.

Hringbraut vestan við Vatnsmýrina er farartálmi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Háskólanemar fara daglega yfir á gönguljósum úr strætó og þurfa að hraða sér undan óþolinmóðum ökumönnum sem skilja ekki merkingu gul-blikkandi ljóss. Hringtorgið er fjandsamlegt öllum sem ekki aka bíl. Gatan var á sínum tíma skipulögð sem hraðbraut *í kringum* borgina ("hring"-braut) en borgin óx fljótt langt út fyrir þennan hring svo að í dag liggur hún um þétta og rótgróna íbúabyggð og sker hana sundur.

Hjólandi og gangandi eiga greiðari leið yfir í Vatnsmýrina og það hægir á umferð en afar erfitt er að komast yfir gönguljósin á Hringbraut við Þjóðminjasafnið vegna hraða á umferð og hversu stutt ljósin eru.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information