Heimili og stuðningur fyrir unga útigangsmenn

Heimili og stuðningur fyrir unga útigangsmenn

Heimili og stuðningur fyrir unga útigangsmenn

Points

Ég veit um nokkra einstaklinga hér á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 17-25 ára sem búa á götunni. Meðferðir taka þessa einstaklinga oft ekki inn, geðdeild hafnar þeim og eini staðurinn sem þessir einstaklingar geta verið á er gistiskýlið og konukot. Það vanntar stuðning við þessa einstaklinga. Það vanntar lausn fyrir þá og það vanntar einhverskonar heimili eins og gistiskýlið en meira fyrir þeirra aldur

Ég styð að slíkt úrræði verði sett upp - en það er þó mjög vandasamt vegna þess að ungir útigangsmenn á þessum aldri eiga oft við erfiðleika að stríða sem er erfiðara að sinna heldur en þeirra sem eru eldri. Það er - ef hér er verið að tala um sambærilegt heimili og gistiskýli/konukot; en þar má ekki neyta neinna vímugjafa inni. Heimili eins og á Njálsgötu og Snorrabraut væru æskileg en ólíklegt að einstaklingar á þessum aldri vilji þiggja húsnæði þar sem eftirlit er haft með þeim osfrv. Skaðaminnkunarúrræði sem ganga lengra - þau höfum við ekki séð hér á landi ennþá. En þetta er verðug hugmynd og hvetur til þess að úrræði verði fundin. Félagsráðgjafar borgarinnar gera annars held það sem þeir geta á hverjum tíma - en þau úrræði miða auðvitað að því að ná einstaklingunum úr neyslu. Lausnin á vandanum gæti því miklu frekar verið eitthvað sambærilegt við Smáhýsin úti á Granda - þar er fjöldi plássa vandamálið; ekki aldur þeirra sem fá úthlutað.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information