Að leyfa hænsnahald í borginni

Að leyfa hænsnahald í borginni

Að leyfa hænsnahald í borginni

Points

Það ætti að leyfa fólki að hafa nokkrar hænur (ekki hana) í garðinum hjá sér ef það er með ágæta aðstöðu sem hæfir hænunum. Það er BARA JÁKVÆTT. Það er mikil ánægja afa nokkrum hænum, þær eru skemmtilegar, þær gefa okkur egg, skíturinn er mjög góður áburður fyrir grænmetisræktun og alla ræktun, þær borða ALLT, allur matarúrgangur nýtist þeim sem fæða. Eina hljóðið sem þær gefa frá sér er lágt kurr á morgnana og svo smá gagg svona af og til. Þær geta ekki verið betri sambýlingar en svo.:)

Það eru ekki til vandamál, bara lausnir verkefni sem hafa lausnir :)

Það er hinsvegar vandamál ef stuðnings- og mótaðilar dreifast á tvö mál sem fjalla um það sama.

Og lausnin er að sameina.

Er þetta grín? Það er önnur hugmynd um nákvæmlega það sama á vefnum. Vil ég hér með hvetja höfund til að eyða þessarri tillögu og bæta sínum rökum við fyrrnefnda hugmynd sem er nota bene mjög umdeild.

Sæll Þórgnýr :) ég sá þetta í blaðinu í dag og fann ekki þína hugmynd, hélt hún væri dottin út (er aldrei þolinmóð í netmálum) Þú átt hugmyndina af því að setja þetta hér í "betri borg" gef þér hrós fyrir það. Flott. Sjálf vissi ég ekki af þessum vef fyrr en í dag. Setti sjálf inn þetta því hélt það væri ekki til staðar núna. Mér er ekkert umhugað um að EIGA HUGMYNDINA sem slíka, þú mátt eiga hana :) mér er bara umhugað um að hænsnahald verði leyft. Eigum við bara ekki bæði að safna stuðningsaðilum og setja þetta svo saman í lok mánaðar og sjá hvað setur, ef mín tillaga fer eitthvert þá er þér velkomið að eigna þér hana :) Mig langar bara að hægt sé að hafa hænur :) kv. amma, altt í góðri meiningu

Heldur þú að það sé ekki hægt að sameina það einhvernveginn ? Er ekki líklegra að fólk rekist á þetta ef það er 2x inni ? Eigum við ekki bara að vera róleg í bili, ég er að tala við alla sem ég þekki og önnur kona líka sem er umhugað um þetta og við vissum bara af þessum vef í dag, sjáum aðeins hvað setur :)

Ég er ekki með hina hugmyndina.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information