Svarbox á BR þar sem borgarfulltrúar þurfa að svara!

Svarbox á BR þar sem borgarfulltrúar þurfa að svara!

Svarbox á BR þar sem borgarfulltrúar þurfa að svara!

Points

Borgarfulltrúar gætu tekið 4 tíma á viku í að svara fyrirspurnum hér á vefnum sem tengjast hinum og þessum málum. Með þvi er hægt að sjá hvar þeir standa í hinum og þessum málum. Þetta ætti að skapa gagnsæi og endurskapa traust á embættismönnum. Að sálfsögðu geta þeir stundum svarað með "Ég veit ekki"!

Hér á Betri Reykjavík gæti verið svarbox þar sem hægt að beina ákveðnum fyrirspurnum til borgarfulltrúa ýmist einhver einn fulltrúi eða allir. Þeir þurfa að svara spurningum og við getum öll séð fyrir hvað þeir standa. Tökum sem dæmi leikskólapláss. Hvernig má það vera að leikskólar séu með laus pláss en megi ekki nota þau vegna sparnaðar í starfsmannagildum? Er það þjónusta við borgara að skerða þjónustu við yngstu þegna borgarinnar? Hvar standa borgarfulltrúar í þessum málum?

Svarbox fyrir kjörna borgarfulltrúa

Já ...þetta er stórmál!

Já,hugsa sér ... börn sem eru fædd snemma á árinu eru að verða þriggja ára þegar þau komast inn á leikskóla! Hver er sparnaðurinn þegar kemur að þroska barnsins? Skilja borgarfulltrúar ekki hlutverk sitt? Ég væri til í að sjá hvar borgarfulltrúar standa í þessu máli þvert á flokka! Svarboxið er algjört möst!

Já maður spyr sig! Ef þetta fyrsta skólastig á bara að vara í 2 ár þá eru kjörnir fulltrúar okkar aldeilis að brjóta á yngstu kynslóðinni. Ég held að okkar kjörnu fulltrúar verði að skilja að það er aldrei hægt að spara á kostnað menntunnar! ! Jú, vissulega er búið að færa kostnaðinn yfir á foreldra með því að láta þá borga dýr pláss hjá dagmömmum ... svo ekki sé talað um allar hækkanir hjá OR.. Kannski á bara að láta fjölskyldur með börn á leikskólaaldri taka stærsta reikninginn!

Má ég forvitnast fyrir um það af hverju þú ert á móti þessari hugmynd Guðrún?

Fyrir hvað stendur þinn borgarfulltrúi?

Við hjónin sendum póst á formann hverfisráð Vesturbæjar og formann skóla og frístundaráðs. Þeir nenntu nú ekki einu sinni að svara þeim spurningum sem við lögðum fyrir. Jákvætt að Rúv fjallaði um þetta í gær (30.okt). En þetta er mikil afturför, svo ekki sé meira sagt.

Og segir svo borgin næsta haust...öll 2010 börn erum kominn með pláss...klappa fyrir okkur. Og tekur ekki með í dæmið að þau elstu eru þá að koma inn í leikskólanum um 3ja ára aldur....Hneisa... Dagforeldrar með engin laus pláss og til hvaða úrræða á maður að grípa?? Tek undir það, væri til í að sjá hvar borgarfulltrúar standa í þessu máli. Og að sjá útreikinga sem sýna virkilega sparnaðinn við þetta, þar sem leikskólar voru beðnir um að stækka við sig, leita úrræða við að skapa pláss fyrir 2010 árganginn núna í haust. Á svo að láta deildir standa tómar fram í ágúst 2012??

Betri tenging við kjörna fulltrúa!

Já, það er undarlegt hvað þetta tiltekna mál er lítið í umræðunni! Hér eru kjörnir fulltrúar okkar ekki að standa sig! Væri gaman að sjá hvar hver og einni borgarfulltrúi stendur í þessu máli og hvað þeir vilja gera til að lagfæra þennan gjörning!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information