Umferðaröryggi í Laugarnesinu

Umferðaröryggi í Laugarnesinu

Umferðaröryggi í Laugarnesinu

Points

Laugarnesskóli er stór skóli og mikið af börnum í Laugarnesinu hjóla og ganga í skólann. Frá því þar síðasta vetur er búið að keyra á að minnsta kosti 3 börn hér í hverfinu. Það er mikið umferð og fólk oft á mikilli hraðferð. Bætt umferðareftirlit og hraðahindranir myndu hjálpa einnig væri hugmynd að láta gera skilti í návist skólanns.

það er ekki hægt að koma fleiri hraðahindrunum fyrir í þetta hverfi, það er löngu orðið gott. Bara frá Hraunteig inn í Glæsibæ eru 13 hraðahindranir ? það væri þá einmitt frekar að takmarka akstur rúta um hverfið ef það væri til bóta

Sem íbúi við Gullteig finnst mér allt of mikið af rútum sem fara þar í gegn til og frá hótelinu, finnst það ætti að beina þeim aðra leið. Einnig þarf að hægja á umferð við Gullteig, þrátt fyrir 2 hraðahindranir - það er bara alls ekki nóg.

Já, umferðaröryggi í Laugarnesinu er afar ábótavant og vonandi kemst ósk íbúa um úrbætur til skila í gegnum Betri Reykjavík. Hér að neðan má sjá lista yfir tillögur að úrbótum í kringum grunnskólana og við íþróttasvæðin. Listinn er byggður á punktum sem nokkrir foreldrar í hverfinu tóku saman fyrir tæpu ári og sendu til forsvarsmanna Umhverfis- og samgönguráðs og formanns hverfisráðs. Ég set þetta hér inn með smávægilegum breytingum og viðbótum :) Með von um skjót viðbrögð borgaryfirvalda! Bestu kveðjur úr Teigunum, Hildur Arna ---- 1. Kirkjuteigur við Laugarnesskóla i) Er 30 km. gata. Mikil umferð um götuna á morgnana og oft ekið hratt eftir henni á daginn. Tillögur til úrbóta: i) Hraðahindrun. 2. Reykjavegur frá Kirkjuteigi að Sundlaugavegi i) Fjöldi foreldra skólabarna hefur kvartað undan lélegri lýsingu við gönguleið yfir Kirkjuteig við Reykjaveg. ii) Á Reykjaveginum er 50 km. hámarkshraði. Tillögur til úrbóta: i) Bæta lýsingu. ii) 30 km. hámarkshraði eins og þekkist við götur meðfram öðrum skólum í borginni. 3. Sundlaugavegur frá Reykjavegi að Laugalæk i) Á Sundlaugaveginum er 50 km hámarkshraði. ii) Ekkert í umhverfinu sem minnir á að þarna gengur fjöldi barna yfir götur á leið sinni til og frá skóla. Tillögur til úrbóta: i) 30 km. hámarkshraði eins og þekkist við götur meðfram öðrum skólum í borginni. ii) Setja upp skilti sem minna á gangandi umferð. 4. Gönguleiðin frá Laugalækjarskóla meðfram Laugardalslaug, World Class, KSÍ-stúkunni að Þrótti i) Við World Class er staðan slæm. Tillögur um bætt öryggi voru lagðar fram í Umhverfis- og samgönguráði í mars 2010, ráðið tók undir þær og sendi Umhv.- og samgöngusviði til útfærslu. ii) Hefð hefur skapast fyrir því að fólk akandi á bílum stytti sér leið frá bílastæðum við Laugardalsvöllinn yfir að bílastæðum Þróttar eftir göngustíg við suðurenda KSÍ-vallarins. Reynt hefur verið að hindra þessa umferð með stórum steinum sem ekki hafa staðist ágang umferðar. Tillögur til úrbóta: i) Hafist verði handa við samþykktar framkvæmdir sem fyrst. ii) Lokað verði fyrir akandi umferð eftir göngustígnum með afgerandi hætti (t.d. með hliði sem opna má fyrir umferð sjúkra- og slökkvibíla). 5. Bílastæðið við Þrótt i) Enginn göngustígur meðfram bílastæðinu. Gangandi vegfarendur eru innan um bílaumferð á leið sinni yfir stæðið að Laugardalshöll. Tillögur til úrbóta: i) Útbúinn verði göngustígur sem liggur meðfram bílastæði Þróttar upp að Engjavegi við Laugardalshöll. 6. Engjavegur við Laugardalshöll i) 30 km. hraði en lítið um merkingar og umferð mun hraðari eftir götunni. Tillögur til úrbóta: i) Áberandi merkingar með upplýsingum um hámarkshraða. Ný hraðahindrun mikil bót en setja mætti upp skilti til að gera hana áberandi og vekja athygli ökumanna á því að þarna megi búast við börnum á gangi. 7. Gönguleið yfir Reykjaveg við Hofteig i) Fjölfarin gönguleið barna og fullorðinna yfir umferðarþunga götu þar sem hámarkshraði er 50 km. ii) Runnagróður dalmegin skyggir á sýn bíla á gangandi vegfarendur á leið upp úr dalnum. Vantar skilti sem minna á gangandi umferð. Tillögur til úrbóta: i) 30 km. hámarkshraði eins og þekkist við götur meðfram öðrum skólum í borginni. Hraðahindrun. ii) Grisja gróður á horni dalmegin og setja upp skilti, sem minnir á gangandi vegfarendur, við aðkomu að hraðahindrun úr norðurátt. ...og svo þyrfti líka athuga þetta sem allra fyrst: 8. Gönguleið að/frá Laugarnesskóla og að/frá Hofteigi i) Eftir að gönguleið að/frá skólalóðinni var lokað á horni Hofteigs og Reykjavegar þurfa nemendur og aðrir vegfarendur að notast við gönguleið að/frá skóla sem við Hofteiginn liggur á milli bílastæða og yfir götuna miðja. Tillögur til úrbóta: ii) Gangbraut/hraðahindrun og setja upp skilti sem minna á börnin og aðra gangandi umferð.

Ég myndi vilja sjá fleiri "hægingar á Gullteigi á borð við þær sem nú hafa verið settar við skólareitinn. T.d. við enda Gullteigs, Sigtúnsmeginn. Hló endalaust mikið að sportbílunum sem "pompsuðu" á magann á nýju hraðahindrununum, enda keyrðu menn allt of hratt þarna. En nú keyra menn frekar Gullteig-Laugateig eða Gullteig-Hofteig til þess að stytta sér leið um hverfið í stað Gullteigs-Kirkjuteigs áður.

Smá athugasemd við tillögu að úrbótum: "8. Gönguleið að/frá Laugarnesskóla og að/frá Hofteigi i) Eftir að gönguleið að/frá skólalóðinni var lokað á horni Hofteigs og Reykjavegar þurfa nemendur og aðrir vegfarendur að notast við gönguleið að/frá skóla sem við Hofteiginn liggur á milli bílastæða og yfir götuna miðja. Tillögur til úrbóta: ii) Gangbraut/hraðahindrun og setja upp skilti sem minna á börnin og aðra gangandi umferð." Er ekki einfaldara, fljótlegra og ódýrara að opna gönguleiðina á horni Hofteigs og Reykjavegar, frekar en ráðast í gerð hraðahindrana og auka lýsingu á Hofteignum. Sá ég að það er skilti nú þegar sem segir til um gangandi umferð skólabarna, en það er alveg við girðinguna við skólann og lítt sýnileg keyrandi umferð. Ef ástæða lokunarinnar var að stöðva "bílaumferð" inn að sparkvellinum, þá má hafa opið á horninu minna eða eins og þekkt er víða erlendis girðingu sem er misvísandi, þannig að hinn gangadi vegfarandi þarf að ganga í Z til að komast þar í gegn. Eða jafnvel setja staura eins og búið er að gera við "nýju" gönguleiðina.

Rökin með tillögum til úrbóta komust ekki fyrir hér þannig að þau er að finna í umræðunum sem fylgja þessari tillögu :)

Eftir að bílastæðið við blómavalsreitinn í Sigtúni var opnað þannig að hægt er að keyra af Kringlumýrarbraut hefur umferðin aukist jafnt og þétt inn í hverfið. Nú fara rútur með ferðamenn á hverjum degi um Gullteig (Lauganesskóli og leikskólinn Hof), þar sem leiðin hentar vel frá farfuglaheimilinu að Grand Hótel. Það er líka miklu þægilegra fyrir þá sem keyra Kringlumýrarbraut til norðurs og ætla í Laugardalinn að keyra þarna inn en að bíða lengi í vinstri beygju á Suðurlandsbraut.

Einfaldast að setja hraðamyndavélar þarna og víðar um borgina. Borgarstarfsmenn (Bílastæðasjóður) ætti að sjá um viðhald og innheimtu gjalda.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information