Greiða fyrir umferð, fækka þverunum / vinstri beygjum

Greiða fyrir umferð, fækka þverunum / vinstri beygjum

Á mörgum stöðum er bílstjórum boðnar ótal leiðir til að komast inn og út úr hverfum með ærnum samfélagslegum tilkostnaði, s.s. veldur bið eða eyku slysahættu. Með því að fækka þeim stöðum þar sem bílstjórar geta þverað gagnstæða akstursstefnu minnkar flækjustig í umferðinni, umferðin gengur greiðar og slysahætta minnkar. Þá eru Gatnamótin Langahlíð Miklabraut ágætt dæmi, þar yrði líklega mestur samfélagslegur ávinningur af því að loka fyrir vinstri beygju og tefja minna umferð á Miklubraut.

Points

Með því að fækka litlum "óþarfa" gatnamótum og þá helst óstýrðum aðreinalausum þverunum fyrir aðra umferð, þá batnar flæði og öryggi eykst t.d. Gatnamót Laugavegar og Bolholts þar sem loka mætti á vinstribeygju upp Bolholt. Gatnamót Lágmúla og Háaleitisbrautar þar sem vinstribeygja inn í og út úr Lágmúla er til trafala. Það getur verið að í einhverjum tilfellum þá þurfi bílar að fara aðrar og lengri leiðir en það þarf ekki að þýða að þær taki lengri tíma. Fyrir heildina yrði þetta hagræði

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information